Enski boltinn

Nani: Við njótum álagsins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nani hefur átt góða leiki að undanförnu.
Nani hefur átt góða leiki að undanförnu.

„Það er mjög mikilvægt að við höldum okkur fyrir framan keppinautana og gefum þeim ekki aukna hvatningu," segir portúgalski kantmaðurinn Nani hjá Manchester United fyrir stórleikinn gegn Chelsea.

„Það yrðu stór úrslit fyrir okkur ef við vinnum á laugardag og gefur okkur enn betra tækifæri til að vinna deildina," segir Nani. Hann segir sjálfstraustið enn til staðar í hópnum þrátt fyrir tapið gegn Bayern München.„Það er eðlilegt að eiga stórleik eftir stórleik á þessu stigi tímabilsins og við njótum bara álagsins . Við mætum stórliðum í Meistaradeildinni og allir leikir í deildinni eru mikilvægir."

„Það mun ekki ráðast á laugardag hverjir verða meistarar en leikurinn hefur samt mikið að segja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×