Fótbolti

Treyja fyrir hvert tattú - stefna á nýtt heimsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romario sést hér í búningi Vasco da Gama og Templar-krossinn sést vel á búningnum.
Romario sést hér í búningi Vasco da Gama og Templar-krossinn sést vel á búningnum. Mynd/AFP
Forráðamenn brasilíska félagsins Vasco da Gama hafa ákveðið að fara nýja leið í að tryggja sér hollustu stuðningsmanna sinna og í leiðinni ætla þeir að komast inn í Heimsmetabók Guinners.

Vasco da Gama ætlar að gefa öllum stuðningsmönnum sínum fría treyju ef að þeir séu tilbúnir að láta húðflúra merki félagsins á líkama sinn í næstu viku. Þeir ætla að reyna að setja nýtt heimsmet en það gamla er 810 tattú á einum sólarhring.

Roberto Dinamite, forseti félagsins, vill að stuðningsmennirnir sýni tryggð sína og mikilfengleika félagsins í þeirra lífi með því að láta merkja sig með Templar-krossinum sem er ein af táknmyndum Vasco da Gama.

Vasco da Gama hefur fjórum sinnum unnið brasilíska meistaratitilinn og félagið varð Suður-Ameríkumeistari félagsliða árið 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×