Enski boltinn

Martin O'Neill gæti hætt hjá Aston Villa í sumar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Martin O'Neill.
Martin O'Neill.

Martin O'Neill ætlar að skoða stöðu sína sem knattspyrnustjóri Aston Villa í lok tímabilsins. Þá hyggst hann setjast niður með stjórnarformanninum Randy Lerner og ræða framtíð sína.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að O'Neill sé óánægður í starfi og hafi lent í deilum við Lerner. Hann ku vera ósáttur við afskiptasemi stjórnarformannsins en hefur reyndar sjálfur neitað þeim sögum.

Niðurlægingin gegn Chelsea um síðustu helgi var ekki til að laga andrúmsloftið á Villa Park.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×