Enski boltinn

Enn skorar Gylfi fyrir Reading

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að gera það gott með Reading en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi gegn Ipswich Town í dag. Mark Gylfa kom á 90. mínútu.

Gylfi og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading í dag og fengu báðir gult spjald í leiknum.

Aron Einar Gunnarsson spilaði í 66 mínútur fyrir Coventry sem tapaði á heimavelli fyrir Derby County.

Heiðar Helguson spilaði allan leikinn fyrir Watford sem gerði 1-1 jafntefli gegn Preston.

Emil Hallfreðsson spilaði síðan fyrri hálfleikinn fyrir Barnsley sem gerði markalaust jafntefli við Sheff. Utd.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×