Enski boltinn

Rangstöðumark Drogba - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba fagnar markinu ólöglega í dag.
Drogba fagnar markinu ólöglega í dag.

Sigurmark Chelsea gegn Man. Utd á Old Trafford í dag var í meira lagi umdeilt enda var Didier Drogba rangstæður er hann fékk boltann og skoraði.

Sir Alex Ferguson var enda brjálaður eftir leikinn út í aðstoðardómarann.

Helstu atvik leiksins eru komin á VefTV Vísis og öll mörkin og tilþrifin í leiknum má sjá hér.




Tengdar fréttir

Ancelotti: Erum í bílstjórasætinu

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur við sigur sinna manna á Old Trafford í dag enda er Chelsea komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea tók toppsætið af United með 2-1 sigri á Old Trafford

Chelsea vann 2-1 útisigur á Manchester United í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í Manchester. Chelsea-maðurinn Joe Cole skoraði eina mark fyrri hálfleiks og varamennirnir Didier Drogba (Chelsea) og Federico Macheda (United) skoruðu síðan sitthvort ólöglega markið í seinni hálfleiknum. Manchester pressaði mikið í lokin en Chelsea-vörnin hélt út og fór heim með öll stigin þrjú.

Ferguson brjálaður út í aðstoðardómarann

Það sauð á Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, eftir tapið gegn Chelsea í dag. Seinna mark Chelsea í leiknum var augljóst rangstöðumark en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lyfti aðstoðardómarinn ekki flaggi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×