Enski boltinn

Sir Alex: Ancelotti gert góða hluti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.

Sir Alex Ferguson fer óhefðbundna leið í sálfræðistríðinu fyrir stórleik Manchester United og Chelsea á morgun. Hann hrósar kollega sínum Carlo Ancelotti og segir hann hafa gert góða hluti hjá Chelsea.

„Það er ekki hægt að ásaka Carlo Ancelotti um nein mistök. Hann hefur gert góða hluti í starfi. Hann býr yfir mikilli reynslu. Hann hefur tvisvar unnið Evrópubikara sem þjálfari og var frábær leikmaður," segir Ferguson.

„Sem stendur er Chelsea aðeins einu stigi á eftir okkur í úrvalsdeildinni og er komið í undanúrslit FA-bikarsins. Vonbrigðin hjá þeim er að þeir féllu úr leik í Meistaradeildinni en Inter þurfti að sýna frábæra frammistöðu til að slá þá út."

„Á heildina litið tel ég hann hafa gert góða hluti," segir Ferguson. Chelsea getur endurheimt toppsæti úrvalsdeildarinnar á morgun ef liðið nær í stig á Old Trafford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×