Fleiri fréttir Adebayor vill hugsa málið - hefur áhyggjur af viðbrögðunum heima fyrir Emmanuel Adebayor er ekki tilbúinn að ganga frá félagsskiptum sínum frá Arsenal yfir í Manchester City þrátt fyrir að allt sé tilbúið - atvinnuleyfi, kaupverð og samningur. Ástæðan er að Tógómaðurinn hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta muni hafa á orðspor hans heima fyrir. 16.7.2009 12:00 David Moyes er ekki tilbúinn að selja Lescott David Moyes, stjóri Everton, ætlar að gera sem í sínu valdi stendur til þess að halda Joleon Lescott á Goodison Park. Manchester City hefur mikinn áhuga á enska landsliðsmanninum og það hefur verið talað um 20 milljón punda tilboð í kappann. Það spillir ekki fyrir sögusögnunum að Lescott býr á Manchester-svæðinu. 16.7.2009 11:30 Eiður Smári er til sölu fyrir fimm milljónir punda - á leið til West Ham? Það lítur allt úr fyrir að Barcelona vilji losa sig við Eið Smára Guðjohnsen. Eiður hefur fengið skýr skilaboð frá þjálfaranum að hann eigi ekki mikla möguleika á að fá að spila mikið og nú hefur íþróttastjórinn Txiki Begiristain gefið það út að íslenski landsliðsmaðurinn sé til sölu fyrir fimm milljónir punda eða um rúman milljarð íslenskra króna. 16.7.2009 10:30 Capello segir Beckham verða að spila í Evrópu ætli hann á HM David Beckham hefur nú uppljóstrað það að Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, hafi sagt við hann að hann verði að spila í Evrópu ætli hann sér að vera með á HM í Suður-Afríku næsta sumar. 16.7.2009 10:00 Benitez: Þurfum fullkomið tímabil til þess að vinna titilinn Rafael Benitez, stjóri Liverpool, viðurkennir það að Liverpool-liðið þurfi að eiga nánast fullkomið tímabilið ef þeim á að takast að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990. Liverpool endaði í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hefur aldrei fengið jafnmörg stig síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992. 16.7.2009 09:30 Gylfi skoraði fyrsta mark Reading á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði undirbúningstímabilið vel með Reading í gærkvöldi en hann skoraði fyrsta mark liðsins í 5-1 sigri á Didcot Town. Gylfi er kominn aftur í herbúðir Reading eftir að hafa verið lánaður til Crewe á síðasta tímabili. 16.7.2009 09:15 Sigurður Ragnar valdi Þóru í markið gegn Englandi Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir vináttulandsleikinn á móti Englandi í kvöld. Þar vekur athygli að Þóra Björg Helgadóttir er í markinu og að Blikinn Erna Björk Sigurðardóttir er í hægri bakverðinum. 16.7.2009 09:00 Markalaust í hálfleik hjá KR og Larissa Fyrri hálfleikur hefur verið tíðindalítill hjá KR og Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld og staðan enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. 16.7.2009 20:00 Sverrir: Við áttum engin svör við þeirra leik „Stundum verður maður bara að játa sig sigraðan og reyna að draga einhvern lærdóm af þessu. FK Aktobe sundurspilaði okkur hreinlega í síðari hálfleik og við áttum engin svör við þeirra leik,“ segir Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson í leikslok á Kaplakrikavelli eftir 0-4 tap FH gegn FK Aktobe í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 15.7.2009 23:00 Davíð Þór: Vorum á hælunum nánast allan leikinn Fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hjá FH var hundóánægður með frammistöðu FH eftir 0-4 tapið gegn FK Aktobe í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli í kvöld. 15.7.2009 22:56 Ferguson í viðræður við Birmingham Enska úrvalsdeildarfélagið Birmingham er að öllum líkindum að fá miðjumanninn Barry Ferguson frá Glasgow Rangers. Skoska félagið hefur samþykkt tilboð Birmingham og eru viðræður hafnar milli félagsins og Ferguson. 15.7.2009 22:23 Chelsea ítrekar að Terry fari hvergi John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki á leið til Manchester City. Þetta ítrekaði Lundúnafélagið í kvöld en City hefur í sumar gert nokkrar tilraunir til að krækja í leikmanninn. 15.7.2009 22:16 Johnson lék í vinstri bakverði hjá Liverpool í kvöld Liverpool lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við St. Gallen í Sviss. Glen Johnson lék sinn fyrsta leik með Liverpool en han nvar vinstri bakvörður. 15.7.2009 22:06 Umfjöllun: FH beið afhroð gegn FK Aktobe Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli. 15.7.2009 22:01 Þróttur í leikmannaleit Þróttarar, sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar, ætla að styrkja leikmannahóp sinn nú í félagaskiptaglugganum. 15.7.2009 20:15 Melo orðinn leikmaður Juventus Brasilíumaðurinn Felipe Melo hefur skrifað undir fimm ára samning við ítalska félagið Juventus. Melo var einnig orðaður við Arsenal en hann kemur frá Fiorentina. 15.7.2009 19:45 Arnar og Bjarki hættir hjá ÍA Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa látið af störfum sem þjálfarar og leikmenn hjá ÍA. Skagamenn hafa ollið miklum vonbrigðum á tímabilinu og sitja sem stendur í þriðja neðsta sæti 1. deildarinnar. Markmiðið fyrir sumarið var að fara beint aftur upp í efstu deild. 15.7.2009 19:44 Aganefnd UEFA styttir leikbönn Drogba og Bosingwa Áfrýjun enska úrvalsdeildarfélagssins Chelsea vegna leikbanna Didier Drogba og Jose Bosingwa hefur verið tekin fyrir hjá dómstóli aganefndar knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) en leikmennirnir voru upphaflega dæmdir í fjögurra leikja og þriggja leikja bann eftir tapleik gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. 15.7.2009 18:30 Adebayor færist nær Manchester City Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Arsenal búinn að fá atvinnuleyfi til þess að spila fyrir Manchester City. 15.7.2009 18:00 Nígeríska sautján ára landsliðið sent í aldurspróf Það hefur oft verið sterkur orðrómur um að leikmenn unglingalandsliða Nígeríu séu mun eldri en gefið er upp. Nú á að eyða öllum vafa um það með því að senda alla leikmenn 17 ára landsliðs Nígeríu í aldurspróf þar sem kemur fram hversu gamlir þeir eru. 15.7.2009 17:00 Vonar að guð leyfi honum að að spila meira hjá Liverpool Nabil El Zhar, er knattspyrnumaður frá Morokkó, sem spilar með enska liðinu Liverpool. Hann fékk ekki mörg tækifæri á síðasta tímabili og hefur nú biðlað til guðs um að hann fá að spila meira næsta vetur. 15.7.2009 16:30 Chelsea búið að semja við miðjumann frá Serbíu Serbinn Nemanja Matic staðfesti í samtali við Dennik Sport í dag að hann hafi samþykkt fjögurra ára samningstilboð Chelsea og að Lundúnafélagið eigi ekki langt í land með að ganga frá kaupum á sér frá MFK Kosice. 15.7.2009 16:30 Sunderland í viðræðum við Portsmouth um kaup á Crouch Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Portsmouth vegna fyrirhugaðra kaupa á framherjanum Peter Crouch en kaupverðið er samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar talið nema um 12 milljónum punda. 15.7.2009 16:00 Leikmanni Catania rænt í Buenos Aires Argentínumaðurinn Pablo Alvarez hjá ítalska félaginu Catania lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í fyrradag þegar hann var með fjölskyldu sinni í fríi í Buenos Aires í heimalandi sínu en Gazzetta dello Sport greinir frá þessu. 15.7.2009 15:00 Viktor í byrjunarliði FH-inga í Meistaradeildinni í kvöld FH-ingar mæta Aktobe frá Kasakstan í 2.umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Á stuðningsmannasíðunni, fhingar.net, er birt líklegt byrjunarlið FH-liðsins og þar er Viktor Örn Guðmundsson, 20 ára vinstri bakvörður, sagður vera í byrjunarliðinu í þessum leik. 15.7.2009 14:30 Gæti orðið uppselt á leik KR og Larissa strax í kvöld KR mætir gríska liðinu Larissa í undankeppni Evrópudeild UEFA á KR-vellinum á morgun. KR-ingar ætla spila á sínum heimavelli í Frostaskjóli þótt að þeir megi aðeins taka við fólki í sæti. 15.7.2009 14:00 Hörður Sveinsson frá í 8-12 vikur Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflvíkinga, er með brákað bein í ristinni og verður líklega frá keppni næstu 8-12 vikurnar. Frá þessu er greint á vefsíðunni Sport.is. 15.7.2009 13:46 Fjögur krossbandaslit á 28 dögum hjá Íslendingaliðinu IFK Göteborg Það er óhætt að segja að sænska liðið IFK Göteborg hafi verið óheppið með meiðsli á síðustu vikum en fjórir leikmenn liðsins hafa slitið krossbönd á einum mánuði. Með IFK Göteborg spila einmitt Íslendingarnir Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. 15.7.2009 13:30 Allardyce: Ætlum að gefa Vieri tíma til að sanna sig Knattspyrnustjórinn Sam Allardyce hjá Blackburn hefur trú á því að framherjinn gamalreyndi Christian Vieri hafi það sem þurfi fyrir ensku úrvalsdeildina. 15.7.2009 13:00 Hvað var Carlos Tevez með á hausnum ? - myndir Carlos Tevez var í gær kynntur sem nýr leikmaður Manchester City en hann hefur spilað með nágrönnunum í Manchester United undanfarin tvö tímabil. Tevez var nýkominn úr sumarfríi þegar hann mætti á City of Manchester Stadium til að hitta fjölda blaðamanna og ljósmyndara. 15.7.2009 12:30 Stuttgart er tilbúið að eyða miklum pening í Huntelaar Erwin Staudt, stjórnarmaður Stuttgart, segir félagið tilbúið að eyða stórbrotnum upphæðum til þess að kaupa hollenska framherjann Klaas-Jan Huntelaar frá Real Madrid. Félögin eru komin langt í viðræðum sínum og það þykir afar líklegt að Huntelaar spili í þýsku úrvalsdeildinni næsta tímabil. 15.7.2009 12:00 Mark Hughes skorar á John Terry að koma til Manchester City Mark Hughes, stjóri Manchester City, hefur nú skorað á John Terry, fyrirliða Chelsea, að koma til Manchester-liðsins til að koma ferli sínum aftur á skrið. 15.7.2009 11:30 Bobby Zamora á leiðinni til Hull Fulham hefur samþykkt fimm milljón punda tilboð Hull í framherjann Bobby Zamora. Hull hefur verið að leita sér að sóknarmanni í sumar og ætlar nú að veðja á hinn 28 ára gamla Bobby Zamora. 15.7.2009 11:00 Aston Villa að kaupa Downing á tólf milljónir punda Stewart Downing er á leiðinni til Aston Villa samkvæmt frétt á Sky Sports en Middlesbrough hefur samþykkt að selja landsliðsmanninn sinn á 12 milljónir enskra punda eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. 15.7.2009 10:41 AC Milan hefur áhuga á að kaupa fyrirliða Barcelona Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki alltof sáttur með að félagið sé ekki tilbúið að framlengja samning hans nú þegar. Spænska blaðið El Mundo Deportivo segir frá því að nú gæti spænski landsliðsmaðurinn verið á leið frá liðinu og ítalska stórliðið AC Milan hefur mikinn áhuga. 15.7.2009 10:00 Verkfallinu lokið í Suður-Afríku - HM 2010 úr hættu Verkfalli byggingarverkamanna í Suður-Afríku er lokið en þeir unnu við knattspyrnuvelli sem notaðir verða á HM í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. Keppnin var komin í hættu ef ekki tækist að leysa deiluefnin en verkfallið var búið að standa yfir í viku. 15.7.2009 09:30 Romario handtekinn - borgaði ekki meðlag með börnunum sínum Brasilíski knattspyrnumaðurinn Romario er kominn í kast við lögin og var handtekinn í gær. Romario er þó ekki bendlaður við rán eða ofbeldi heldur hefur hann ekki sinnt sínum skyldum sem pabbi tveggja barna sinna. 15.7.2009 09:00 FH-ingar kjöldregnir í seinni hálfleik Íslandsmeistarar FH töpuðu illa fyrir FK Aktobe frá Kasakstan í kvöld 0-4 á Kaplakrikavelli eftir að staðan í hálfleik var markalaus. Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en staða Íslandsmeistarana er nánast vonlaus fyrir seinni leikinn. 15.7.2009 20:02 Hjörtur Hjartarson í Selfoss Sóknarmaðurinn Hjörtur Hjartarson er á leið í raðir Selfyssinga sem trjóna á toppi 1. deildarinnar. Hjá Selfossi hittir hann gamlan félaga, Gunnlaug Jónsson, sem er spilandi aðstoðarþjálfari. 14.7.2009 23:45 AC Milan gefst upp á Fabiano AC Milan hefur lagt árar í bát í baráttunni um Luis Fabiano, leikmann Sevilla, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Talsmaður AC Milan segir að viðræðum við spænska félagið hafi verið slitið. 14.7.2009 23:15 Gunnlaugur Jónsson sótti þrjú stig upp á Skaga Gunnlaugur Jónsson, spilandi þjálfari Selfyssinga, gerði góða ferð á kunnuglegar slóðir í kvöld en þá vann Selfoss 2-1 útisigur gegn ÍA í 1. deildinni. Eftir þennan sigur hefur Selfoss sex stiga forystu í deildinni. 14.7.2009 22:02 Portsmouth nálgast yfirtöku Viðræður milljarðamæringsins Sulaiman Al Fahim um yfirtöku á Portsmouth eru vel á veg komnar og samkomulag að nást. Al Fahim er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og reyndi að kaupa Manchester City á sínum tíma. 14.7.2009 22:00 Haukar töpuðu heima fyrir Þór - HK vann KA Tveimur af fimm leikjum kvöldsins í 1. deild karla er lokið. Haukar misstigu sig á heimavelli og töpuðu 1-2 fyrir Þór Akureyri. Þá komst HK uppfyrir KA með því að vinna 3-1 útisigur á Akureyrarvelli. 14.7.2009 20:53 Grant trúir því ekki að Terry fari frá Chelsea Þær sögusagnir að Manchester City ætli að krækja í John Terry, varnarmann Chelsea, eru ekki að verða lágværari. Avram Grant stýrði Chelsea 2008 og segir að það myndi koma sér verulega á óvart ef Terry myndi fara. 14.7.2009 19:30 Owen veit að hann var ekki fyrsti kostur Ferguson Margir stuðningsmenn Manchester United eru ekki ánægðir með að félagið hafi ekki keypt neina stórstjörnu til að fylla skarð Cristiano Ronaldo. Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson biður menn þó um að sýna skilning. 14.7.2009 18:30 Sjá næstu 50 fréttir
Adebayor vill hugsa málið - hefur áhyggjur af viðbrögðunum heima fyrir Emmanuel Adebayor er ekki tilbúinn að ganga frá félagsskiptum sínum frá Arsenal yfir í Manchester City þrátt fyrir að allt sé tilbúið - atvinnuleyfi, kaupverð og samningur. Ástæðan er að Tógómaðurinn hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta muni hafa á orðspor hans heima fyrir. 16.7.2009 12:00
David Moyes er ekki tilbúinn að selja Lescott David Moyes, stjóri Everton, ætlar að gera sem í sínu valdi stendur til þess að halda Joleon Lescott á Goodison Park. Manchester City hefur mikinn áhuga á enska landsliðsmanninum og það hefur verið talað um 20 milljón punda tilboð í kappann. Það spillir ekki fyrir sögusögnunum að Lescott býr á Manchester-svæðinu. 16.7.2009 11:30
Eiður Smári er til sölu fyrir fimm milljónir punda - á leið til West Ham? Það lítur allt úr fyrir að Barcelona vilji losa sig við Eið Smára Guðjohnsen. Eiður hefur fengið skýr skilaboð frá þjálfaranum að hann eigi ekki mikla möguleika á að fá að spila mikið og nú hefur íþróttastjórinn Txiki Begiristain gefið það út að íslenski landsliðsmaðurinn sé til sölu fyrir fimm milljónir punda eða um rúman milljarð íslenskra króna. 16.7.2009 10:30
Capello segir Beckham verða að spila í Evrópu ætli hann á HM David Beckham hefur nú uppljóstrað það að Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, hafi sagt við hann að hann verði að spila í Evrópu ætli hann sér að vera með á HM í Suður-Afríku næsta sumar. 16.7.2009 10:00
Benitez: Þurfum fullkomið tímabil til þess að vinna titilinn Rafael Benitez, stjóri Liverpool, viðurkennir það að Liverpool-liðið þurfi að eiga nánast fullkomið tímabilið ef þeim á að takast að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990. Liverpool endaði í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hefur aldrei fengið jafnmörg stig síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð 1992. 16.7.2009 09:30
Gylfi skoraði fyrsta mark Reading á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði undirbúningstímabilið vel með Reading í gærkvöldi en hann skoraði fyrsta mark liðsins í 5-1 sigri á Didcot Town. Gylfi er kominn aftur í herbúðir Reading eftir að hafa verið lánaður til Crewe á síðasta tímabili. 16.7.2009 09:15
Sigurður Ragnar valdi Þóru í markið gegn Englandi Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir vináttulandsleikinn á móti Englandi í kvöld. Þar vekur athygli að Þóra Björg Helgadóttir er í markinu og að Blikinn Erna Björk Sigurðardóttir er í hægri bakverðinum. 16.7.2009 09:00
Markalaust í hálfleik hjá KR og Larissa Fyrri hálfleikur hefur verið tíðindalítill hjá KR og Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld og staðan enn markalaus þegar flautað var til hálfleiks. 16.7.2009 20:00
Sverrir: Við áttum engin svör við þeirra leik „Stundum verður maður bara að játa sig sigraðan og reyna að draga einhvern lærdóm af þessu. FK Aktobe sundurspilaði okkur hreinlega í síðari hálfleik og við áttum engin svör við þeirra leik,“ segir Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson í leikslok á Kaplakrikavelli eftir 0-4 tap FH gegn FK Aktobe í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 15.7.2009 23:00
Davíð Þór: Vorum á hælunum nánast allan leikinn Fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson hjá FH var hundóánægður með frammistöðu FH eftir 0-4 tapið gegn FK Aktobe í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli í kvöld. 15.7.2009 22:56
Ferguson í viðræður við Birmingham Enska úrvalsdeildarfélagið Birmingham er að öllum líkindum að fá miðjumanninn Barry Ferguson frá Glasgow Rangers. Skoska félagið hefur samþykkt tilboð Birmingham og eru viðræður hafnar milli félagsins og Ferguson. 15.7.2009 22:23
Chelsea ítrekar að Terry fari hvergi John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki á leið til Manchester City. Þetta ítrekaði Lundúnafélagið í kvöld en City hefur í sumar gert nokkrar tilraunir til að krækja í leikmanninn. 15.7.2009 22:16
Johnson lék í vinstri bakverði hjá Liverpool í kvöld Liverpool lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við St. Gallen í Sviss. Glen Johnson lék sinn fyrsta leik með Liverpool en han nvar vinstri bakvörður. 15.7.2009 22:06
Umfjöllun: FH beið afhroð gegn FK Aktobe Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli. 15.7.2009 22:01
Þróttur í leikmannaleit Þróttarar, sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar, ætla að styrkja leikmannahóp sinn nú í félagaskiptaglugganum. 15.7.2009 20:15
Melo orðinn leikmaður Juventus Brasilíumaðurinn Felipe Melo hefur skrifað undir fimm ára samning við ítalska félagið Juventus. Melo var einnig orðaður við Arsenal en hann kemur frá Fiorentina. 15.7.2009 19:45
Arnar og Bjarki hættir hjá ÍA Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa látið af störfum sem þjálfarar og leikmenn hjá ÍA. Skagamenn hafa ollið miklum vonbrigðum á tímabilinu og sitja sem stendur í þriðja neðsta sæti 1. deildarinnar. Markmiðið fyrir sumarið var að fara beint aftur upp í efstu deild. 15.7.2009 19:44
Aganefnd UEFA styttir leikbönn Drogba og Bosingwa Áfrýjun enska úrvalsdeildarfélagssins Chelsea vegna leikbanna Didier Drogba og Jose Bosingwa hefur verið tekin fyrir hjá dómstóli aganefndar knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) en leikmennirnir voru upphaflega dæmdir í fjögurra leikja og þriggja leikja bann eftir tapleik gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. 15.7.2009 18:30
Adebayor færist nær Manchester City Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Arsenal búinn að fá atvinnuleyfi til þess að spila fyrir Manchester City. 15.7.2009 18:00
Nígeríska sautján ára landsliðið sent í aldurspróf Það hefur oft verið sterkur orðrómur um að leikmenn unglingalandsliða Nígeríu séu mun eldri en gefið er upp. Nú á að eyða öllum vafa um það með því að senda alla leikmenn 17 ára landsliðs Nígeríu í aldurspróf þar sem kemur fram hversu gamlir þeir eru. 15.7.2009 17:00
Vonar að guð leyfi honum að að spila meira hjá Liverpool Nabil El Zhar, er knattspyrnumaður frá Morokkó, sem spilar með enska liðinu Liverpool. Hann fékk ekki mörg tækifæri á síðasta tímabili og hefur nú biðlað til guðs um að hann fá að spila meira næsta vetur. 15.7.2009 16:30
Chelsea búið að semja við miðjumann frá Serbíu Serbinn Nemanja Matic staðfesti í samtali við Dennik Sport í dag að hann hafi samþykkt fjögurra ára samningstilboð Chelsea og að Lundúnafélagið eigi ekki langt í land með að ganga frá kaupum á sér frá MFK Kosice. 15.7.2009 16:30
Sunderland í viðræðum við Portsmouth um kaup á Crouch Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Portsmouth vegna fyrirhugaðra kaupa á framherjanum Peter Crouch en kaupverðið er samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar talið nema um 12 milljónum punda. 15.7.2009 16:00
Leikmanni Catania rænt í Buenos Aires Argentínumaðurinn Pablo Alvarez hjá ítalska félaginu Catania lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í fyrradag þegar hann var með fjölskyldu sinni í fríi í Buenos Aires í heimalandi sínu en Gazzetta dello Sport greinir frá þessu. 15.7.2009 15:00
Viktor í byrjunarliði FH-inga í Meistaradeildinni í kvöld FH-ingar mæta Aktobe frá Kasakstan í 2.umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Á stuðningsmannasíðunni, fhingar.net, er birt líklegt byrjunarlið FH-liðsins og þar er Viktor Örn Guðmundsson, 20 ára vinstri bakvörður, sagður vera í byrjunarliðinu í þessum leik. 15.7.2009 14:30
Gæti orðið uppselt á leik KR og Larissa strax í kvöld KR mætir gríska liðinu Larissa í undankeppni Evrópudeild UEFA á KR-vellinum á morgun. KR-ingar ætla spila á sínum heimavelli í Frostaskjóli þótt að þeir megi aðeins taka við fólki í sæti. 15.7.2009 14:00
Hörður Sveinsson frá í 8-12 vikur Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflvíkinga, er með brákað bein í ristinni og verður líklega frá keppni næstu 8-12 vikurnar. Frá þessu er greint á vefsíðunni Sport.is. 15.7.2009 13:46
Fjögur krossbandaslit á 28 dögum hjá Íslendingaliðinu IFK Göteborg Það er óhætt að segja að sænska liðið IFK Göteborg hafi verið óheppið með meiðsli á síðustu vikum en fjórir leikmenn liðsins hafa slitið krossbönd á einum mánuði. Með IFK Göteborg spila einmitt Íslendingarnir Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. 15.7.2009 13:30
Allardyce: Ætlum að gefa Vieri tíma til að sanna sig Knattspyrnustjórinn Sam Allardyce hjá Blackburn hefur trú á því að framherjinn gamalreyndi Christian Vieri hafi það sem þurfi fyrir ensku úrvalsdeildina. 15.7.2009 13:00
Hvað var Carlos Tevez með á hausnum ? - myndir Carlos Tevez var í gær kynntur sem nýr leikmaður Manchester City en hann hefur spilað með nágrönnunum í Manchester United undanfarin tvö tímabil. Tevez var nýkominn úr sumarfríi þegar hann mætti á City of Manchester Stadium til að hitta fjölda blaðamanna og ljósmyndara. 15.7.2009 12:30
Stuttgart er tilbúið að eyða miklum pening í Huntelaar Erwin Staudt, stjórnarmaður Stuttgart, segir félagið tilbúið að eyða stórbrotnum upphæðum til þess að kaupa hollenska framherjann Klaas-Jan Huntelaar frá Real Madrid. Félögin eru komin langt í viðræðum sínum og það þykir afar líklegt að Huntelaar spili í þýsku úrvalsdeildinni næsta tímabil. 15.7.2009 12:00
Mark Hughes skorar á John Terry að koma til Manchester City Mark Hughes, stjóri Manchester City, hefur nú skorað á John Terry, fyrirliða Chelsea, að koma til Manchester-liðsins til að koma ferli sínum aftur á skrið. 15.7.2009 11:30
Bobby Zamora á leiðinni til Hull Fulham hefur samþykkt fimm milljón punda tilboð Hull í framherjann Bobby Zamora. Hull hefur verið að leita sér að sóknarmanni í sumar og ætlar nú að veðja á hinn 28 ára gamla Bobby Zamora. 15.7.2009 11:00
Aston Villa að kaupa Downing á tólf milljónir punda Stewart Downing er á leiðinni til Aston Villa samkvæmt frétt á Sky Sports en Middlesbrough hefur samþykkt að selja landsliðsmanninn sinn á 12 milljónir enskra punda eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. 15.7.2009 10:41
AC Milan hefur áhuga á að kaupa fyrirliða Barcelona Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki alltof sáttur með að félagið sé ekki tilbúið að framlengja samning hans nú þegar. Spænska blaðið El Mundo Deportivo segir frá því að nú gæti spænski landsliðsmaðurinn verið á leið frá liðinu og ítalska stórliðið AC Milan hefur mikinn áhuga. 15.7.2009 10:00
Verkfallinu lokið í Suður-Afríku - HM 2010 úr hættu Verkfalli byggingarverkamanna í Suður-Afríku er lokið en þeir unnu við knattspyrnuvelli sem notaðir verða á HM í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. Keppnin var komin í hættu ef ekki tækist að leysa deiluefnin en verkfallið var búið að standa yfir í viku. 15.7.2009 09:30
Romario handtekinn - borgaði ekki meðlag með börnunum sínum Brasilíski knattspyrnumaðurinn Romario er kominn í kast við lögin og var handtekinn í gær. Romario er þó ekki bendlaður við rán eða ofbeldi heldur hefur hann ekki sinnt sínum skyldum sem pabbi tveggja barna sinna. 15.7.2009 09:00
FH-ingar kjöldregnir í seinni hálfleik Íslandsmeistarar FH töpuðu illa fyrir FK Aktobe frá Kasakstan í kvöld 0-4 á Kaplakrikavelli eftir að staðan í hálfleik var markalaus. Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en staða Íslandsmeistarana er nánast vonlaus fyrir seinni leikinn. 15.7.2009 20:02
Hjörtur Hjartarson í Selfoss Sóknarmaðurinn Hjörtur Hjartarson er á leið í raðir Selfyssinga sem trjóna á toppi 1. deildarinnar. Hjá Selfossi hittir hann gamlan félaga, Gunnlaug Jónsson, sem er spilandi aðstoðarþjálfari. 14.7.2009 23:45
AC Milan gefst upp á Fabiano AC Milan hefur lagt árar í bát í baráttunni um Luis Fabiano, leikmann Sevilla, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Talsmaður AC Milan segir að viðræðum við spænska félagið hafi verið slitið. 14.7.2009 23:15
Gunnlaugur Jónsson sótti þrjú stig upp á Skaga Gunnlaugur Jónsson, spilandi þjálfari Selfyssinga, gerði góða ferð á kunnuglegar slóðir í kvöld en þá vann Selfoss 2-1 útisigur gegn ÍA í 1. deildinni. Eftir þennan sigur hefur Selfoss sex stiga forystu í deildinni. 14.7.2009 22:02
Portsmouth nálgast yfirtöku Viðræður milljarðamæringsins Sulaiman Al Fahim um yfirtöku á Portsmouth eru vel á veg komnar og samkomulag að nást. Al Fahim er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og reyndi að kaupa Manchester City á sínum tíma. 14.7.2009 22:00
Haukar töpuðu heima fyrir Þór - HK vann KA Tveimur af fimm leikjum kvöldsins í 1. deild karla er lokið. Haukar misstigu sig á heimavelli og töpuðu 1-2 fyrir Þór Akureyri. Þá komst HK uppfyrir KA með því að vinna 3-1 útisigur á Akureyrarvelli. 14.7.2009 20:53
Grant trúir því ekki að Terry fari frá Chelsea Þær sögusagnir að Manchester City ætli að krækja í John Terry, varnarmann Chelsea, eru ekki að verða lágværari. Avram Grant stýrði Chelsea 2008 og segir að það myndi koma sér verulega á óvart ef Terry myndi fara. 14.7.2009 19:30
Owen veit að hann var ekki fyrsti kostur Ferguson Margir stuðningsmenn Manchester United eru ekki ánægðir með að félagið hafi ekki keypt neina stórstjörnu til að fylla skarð Cristiano Ronaldo. Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson biður menn þó um að sýna skilning. 14.7.2009 18:30