Enski boltinn

David Moyes er ekki tilbúinn að selja Lescott

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joleon Lescott fagnar hér einu marka sinna fyrir Everton.
Joleon Lescott fagnar hér einu marka sinna fyrir Everton. Mynd/AFP

David Moyes, stjóri Everton, ætlar að gera sem í sínu valdi stendur til þess að halda Joleon Lescott á Goodison Park. Manchester City hefur mikinn áhuga á enska landsliðsmanninum og það hefur verið talað um 20 milljón punda tilboð í kappann. Það spillir ekki fyrir sögusögnunum að Lescott býr á Manchester-svæðinu.

"Ég hef sagt það áður að það verða engir leikmenn seldir frá Everton og það er engin ástæða til þess að endurtaka það," sagði Moyes. "Stjórnin hefur aldrei selt frá mér leikmann og leikmenn fara einungis með mínu samþykki," bætti Moyes við ákveðinn.

Joleon Lescott þykir einn markheppnasti varnarmaður deildarinnar en náði þá ekki að fylgja eftir tímabilinu 2007-08 þar sem hann skoraði 8 mörk. Lescott skoraði þrjú deildarmörk á síðasta tímabili. Hann er 26 ára gamall og á að baki 6 landsleiki með Englandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×