Enski boltinn

Capello segir Beckham verða að spila í Evrópu ætli hann á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham með strákunum sínum á æfingu hjá Los Angeles Galaxy.
David Beckham með strákunum sínum á æfingu hjá Los Angeles Galaxy. Mynd/AFP

David Beckham hefur nú uppljóstrað það að Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, hafi sagt við hann að hann verði að spila í Evrópu ætli hann sér að vera með á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Beckham fór á láni til AC Milan á síðasta tímabili til þess að geta haldið sér í spilaformi á meðan bandaríska deildin var í dvala. Hann stefnir nú á svipaða lausn en næstu mánuði mun hann spila með Los Angeles Galaxy.

„Ég mun gera allt sem ég get til þess að komast til Evrópu. Ég myndi alltaf sjá eftir því ef að ég reyndi ekki allt til þess að komast með á HM," sagði Beckham sem er meira að segja tilbúinn að spila með öðru ensku liði en Manchester United.

„Þegar ég fór frá Manchester þá gat ég ekki séð mig spila á móti United. Í dag útiloka ég það ekki frekar en eitthvað annað," sagði Beckham.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×