Enski boltinn

Aganefnd UEFA styttir leikbönn Drogba og Bosingwa

Ómar Þorgeirsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. Nordic photos/AFP

Áfrýjun enska úrvalsdeildarfélagssins Chelsea vegna leikbanna Didier Drogba og Jose Bosingwa hefur verið tekin fyrir hjá dómstóli aganefndar knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) en leikmennirnir voru upphaflega dæmdir í fjögurra leikja og þriggja leikja bann eftir tapleik gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.

Leikbann Drogba var stytt úr fjörum leikjum í þrjá en refsinguna hlaut leikmaðurinn fyrir að veitast að dómaranum Tom Henning Ovrebo strax eftir leikinn við Barcelona með munnsafnaði og svívirðingum.

Leikbann Bosingwa var jafnframt stytt um einn leik, úr þremur í tvo, fyrir að kalla Ovrebo svikara í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn umrædda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×