Enski boltinn

Hvað var Carlos Tevez með á hausnum ? - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez var í gær kynntur sem nýr leikmaður Manchester City.
Carlos Tevez var í gær kynntur sem nýr leikmaður Manchester City. Mynd/AFP

Carlos Tevez var í gær kynntur sem nýr leikmaður Manchester City en hann hefur spilað með nágrönnunum í Manchester United undanfarin tvö tímabil. Tevez var nýkominn úr sumarfríi þegar hann mætti á City of Manchester Stadium til að hitta fjölda blaðamanna og ljósmyndara.

Mesta athygli vakti heklað hárband sem Tevez var með á hausnum en það gat næstum því talist vera húfa. Enginn þorði þó að spyrja Argentínumanninn út í hárbandið en á einum netmiðlinum var grínast með að hann hefði fengið hárbandið í kveðjugjöf frá ömmu sinni.

Tevez var kokhraustur á blaðamannafundinum og talaði um að hann ætlaði að vinna titla með Manchester City og koma liðinu aftur í hóp stærstu félaga Englands. Tevez náði að vinna alla titla í boði á tveimur árum með United þar af enska meistaratitilinn bæði árin.

Hér fyrir neðan má sjá myndaalbúm þegar Carlos Tevez mætti á blaðamannafundinn í gær.





Carlos Tevez nýr leikmaður Manchester CityMynd/AFP
Carlos Tevez mætir á svæðið umkringdur ljósmyndurum.Mynd/AFP
Carlos Tevez var með stórt og mikið heklað hárband sem vakti mikla athygli.Mynd/AFP
Carlos Tevez mun spila í treyju númer 32 á næsta tímabili.Mynd/AFP
Carlos Tevez og Mark Hughes fengu tækifæri til að ræða aðeins málin.Mynd/AFP
Mark Hughes, stjóri Manchester City, var mjög ánægður með nýja manninn.Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×