Enski boltinn

Sunderland í viðræðum við Portsmouth um kaup á Crouch

Ómar Þorgeirsson skrifar
Peter Crouch.
Peter Crouch. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Portsmouth vegna fyrirhugaðra kaupa á framherjanum Peter Crouch en kaupverðið er samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar talið nema um 12 milljónum punda.

„Hann er leikmaður sem ég hef dáðst af í langan tíma og ég er viss um að ég er ekki eini knattspyrnustjórinn um það. Ég get staðfest að við eigum nú í viðræðum við Portsmouth en eins og staðan er núna þá erum við ekki búnir að tala við leikmanninn sjálfann. Vonandi þróast mál á jákvæðan hátt á næsta sólarhring eða svo," segir Bruce.

Hinn 28 ára gamli Crouch hefur skorað 16 mörk í 49 leikjum með Portsmouth en hann kom til félagsins frá Liverpool á 11 milljónir punda síðasta sumar.

Auk Sunderland hafa Tottenham, Aston Villa og Fulham einnig verið orðuð við leikmanninn undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×