Enski boltinn

Grant trúir því ekki að Terry fari frá Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fer John Terry til Manchester City?
Fer John Terry til Manchester City?

Þær sögusagnir að Manchester City ætli að krækja í John Terry, varnarmann Chelsea, eru ekki að verða lágværari. Avram Grant stýrði Chelsea 2008 og segir að það myndi koma sér verulega á óvart ef Terry myndi fara.

„Ég veit ekki hvað hefur gerst síðan ég yfirgaf félagið, ég get aðeins talað út frá þeim tíma sem ég var þarna. Ég tel að Terry setji peninga ekki í fyrsta sætið, hann er bara fæddur sigurvegari og vill alltaf vinna," sagði Grant sem hefur ekki trú á því að Terry yfirgefi Chelsea fyrir City.

Carlo Ancelotti, nýr stjóri Chelsea, segist ætla að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda Terry í röðum félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×