Enski boltinn

Adebayor færist nær Manchester City

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Arsenal búinn að fá atvinnuleyfi til þess að spila fyrir Manchester City.

Ekki var búist við því að það yrði nein fyrirstaða að framherjinn fengi atvinnuleyfi en fregnirnar undirstrika þó að viðræðurnar séu komnar langt á veg.

Talað er um að kaupverðið sé á bilinu 20-25 milljónir punda og félagsskiptin gætu gengið í gegn fljótlega.

City hefur þegar tryggt sér þjónustu Gareth Barry, Roque Santa Cruz og Carlos Tevez í sumar og ef að kaupunum á Adebayor verður er talið líklegt að forráðamenn félagsins einbeiti sér að því að fjárfesta í leikmönnum til þess að styrkja varnarleik liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×