Fótbolti

Nígeríska sautján ára landsliðið sent í aldurspróf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nígeríska 17 ára landsliðið vann HM fyrir tveimur árum.
Nígeríska 17 ára landsliðið vann HM fyrir tveimur árum. Mynd/AFP

Það hefur oft verið sterkur orðrómur um að leikmenn unglingalandsliða Nígeríu séu mun eldri en gefið er upp. Nú á að eyða öllum vafa um það með því að senda alla leikmenn 17 ára landsliðs Nígeríu í aldurspróf þar sem kemur fram hversu gamlir þeir eru.

Það setti skugga á frábæran árangur Nígeríu þegar liðið vann HM 17 ára liða árið 2007 að leikmenn liðsins voru sakaðir um að vera margir eldri en 17 ára.

Nú hefur nígeríska knattspyrnusambandið í samvinnu við FIFA ákveðið að stíga skrefið til fulls og fullvissa sig um aldur landsliðsmanna sinna áður en leikmenn eru skráðir til leiks.Leikmenn verða nú sendir í röntgenmyndatöku þar sem hægt er að sjá hversu gamlir þeir eru.

Nígeríska 17 ára landsliðið hefur unnið HM þrisvar sinnum (1985, 1993 og 2007) eða jafnoft og Brasilía. Engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Næsta keppni fer einmitt fram í Nígeríu 24. október til 15. nóvember næstkomandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×