Fótbolti

Verkfallinu lokið í Suður-Afríku - HM 2010 úr hættu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Verkfallið í Suður-Afríku var búið að standa yfir í viku.
Verkfallið í Suður-Afríku var búið að standa yfir í viku. Mynd/AFP

Verkfalli byggingarverkamanna í Suður-Afríku er lokið en þeir unnu við knattspyrnuvelli sem notaðir verða á HM í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. Keppnin var komin í hættu ef ekki tækist að leysa deiluefnin en verkfallið var búið að standa yfir í viku.

Verkamennirnir fengu tólf prósent launahækkun eftir fimmtán klukkustunda sáttarfund en þeir sóttust eftir að fá þrettán prósent launahækkun. Launagreiðendunum mistókst líka að koma í veg fyrir verkföll sem þessi í framtíðinni.

Þetta er mikill léttir fyrir mótshaldara enda er mikil vinna eftir við marga af knattspyrnuvöllunum sem verða í sviðsljósinu næsta sumar. Fimm vellir hafa enn ekki verið kláraðir auk þess að margskonar önnur undirbúningsvinna er einnig eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×