Enski boltinn

Adebayor vill hugsa málið - hefur áhyggjur af viðbrögðunum heima fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsenal hefur samþykkt 25 milljón punda tilboð City í Emmanuel Adebayor
Arsenal hefur samþykkt 25 milljón punda tilboð City í Emmanuel Adebayor Mynd/AFP

Emmanuel Adebayor er ekki tilbúinn að ganga frá félagsskiptum sínum frá Arsenal yfir í Manchester City þrátt fyrir að allt sé tilbúið - atvinnuleyfi, kaupverð og samningur. Ástæðan er að Tógómaðurinn hefur áhyggjur af því hvaða áhrif þetta muni hafa á orðspor hans heima fyrir.

Adebayor mun fá meira en 150 þúsund pund á viku í laun frá Manchester City sem eru um 32 milljónir íslenskra króna. Hann telur að það verði ekki vinsælt í Tógó ef hann yfirgefur vinsælt lið eins og Arsenal fyrir minna lið og býst við að það verði litið þannig augum að hann sé aðeins að elta peningana.

Adebayor vildi helst fara til Ítalíu en ekkert varð af skiptum hans til AC Milan. Hann vill nú fá nokkra daga til að fara heim til Tógó og ræða við fjölskyldu sína og vini. Orðsport Adebayor í Tógó hefur beðið hnekki á síðasta ári og hann hefur áhyggjur af stöðu sinni sem aðalknattspyrnustjarna Tógó.

Samþykki Adebayor að koma til Manchester City þá þýðir það að Mark Hughes sé búinn að eyða 200 milljónum punda í leikmenn þrátt fyrir að hafa aðeins verið í þrettán mánuði í starfi sem stjóri Manchester City.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×