Enski boltinn

Gylfi skoraði fyrsta mark Reading á undirbúningstímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sést hér í 21 árs landsleik á móti Dönum.
Gylfi Þór Sigurðsson sést hér í 21 árs landsleik á móti Dönum. Mynd/Stefán
Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði undirbúningstímabilið vel með Reading í gærkvöldi en hann skoraði fyrsta mark liðsins í 5-1 sigri á Didcot Town. Gylfi er kominn aftur í herbúðir Reading eftir að hafa verið lánaður til Crewe á síðasta tímabili.

Brynjar Björn Gunnarsson var einnig í byrjunarliði liði Reading í gær og bar að auki fyrirliðabandið. Íslensku strákarnir spiluðu aðeins fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 2-0 fyrir Reading.

Gylfi skoraði markið sitt á laglegan hátt. Hann fékk sendingu frá hægri inn í teiginn, lagði boltann fyrir sig og skoraði af um þrettán metra færi. Gylfi hafði áður átt mjög gott skot sem markvörður Didcot varði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×