Enski boltinn

Allardyce: Ætlum að gefa Vieri tíma til að sanna sig

Ómar Þorgeirsson skrifar
Vieri í leik með Fiorentina.
Vieri í leik með Fiorentina. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sam Allardyce hjá Blackburn hefur trú á því að framherjinn gamalreyndi Christian Vieri hafi það sem þurfi fyrir ensku úrvalsdeildina.

Vieri hefur æft með Blackburn undanfarið en á enn langt í land með að vera í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi fyrir ensku úrvalsdeildina. Stóri Sam er þó tilbúinn að gefa fyrrum ítalska landsliðsmanninum sinn tíma.

„Hann er augljóslega ekki í jafn góðu líkamlegu ásigkomulagi og restin af leikmannahópnum en við ætlum að vera þolinmóðir og styðja vel við bakið á honum. Hann fær sinn tíma til þess að sanna sig og við sjáum til hvort hann nái ekki þeim markmiðum sem hann hefur sett sér. Við munum svo ákveða saman hvað gerist í framhaldinu," segir Allardyce um hinn 36 ára gamla framherja.

Vieri hefur farið víða á ferli sínum og leikið meðal annars með félögunum Inter, AC Milan, Juventus, Lazio, Fiorentina, Monaco og Atletico Madrid en hann einnig að baki 49 landsleiki fyrir Ítalíu á árunum 1997-2005.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×