Enski boltinn

Chelsea búið að semja við miðjumann frá Serbíu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nemanja Matic.
Nemanja Matic. Nordic photos/AFP

Serbinn Nemanja Matic staðfesti í samtali við Dennik Sport í dag að hann hafi samþykkt fjögurra ára samningstilboð Chelsea og að Lundúnafélagið eigi ekki langt í land með að ganga frá kaupum á sér frá MFK Kosice.

„Ég get staðfest að Chelsea hefur boðið mér samning sem ég hef tekið og nú þarf bara að ganga frá smáatriðum í sambandi við söluna frá MFK Kosica," segir hinn tvítugi U-21 árs landsliðsmaður Serbíu.

Middlesbrough var sterklega orðað við kappann í félagsskiptaglugganum í janúar en Tottenham og Sunderland eru á meðal þeirrra félaga sem hafa verið orðuð við leikmanninn í sumar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×