Fleiri fréttir

Patrekur: Fórum að sækja á þessi nýju auglýsingaskilti

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum á lokakaflanum gegn FH. Stjarnan var tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar fimm mínútur voru eftir en tapaði leiknum, 27-30.

Enn vinnur Fjölnir

Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna.

„Fjöl­leika­húsið heldur á­fram“

Einhverjir stuðningsmenn Chelsea virðast ekki vera ánægðir hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá félaginu en hengdur var upp borði fyrir utan heimavöll félagsins eftir að Frank Lampard var rekinn á mánudag.

Bikarsigur hjá Al Arabi

Heimir Hallgrímsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs í Crown Prince bikarnum í Katar í dag er liðið vann 2-1 sigur á Umm-Salal.

Kagawa verður samherji Sverris Inga

Japanski fótboltamaðurinn Shinji Kagawa er genginn í raðir gríska úrvalsdeildarliðsins PAOK þar sem hann verður samherji Sverris Inga Ingasonar. Kagawa skrifaði undir eins og hálfs árs samning við PAOK.

Björn í eitt besta lið Noregs því að peningar tala

Knattspyrnumaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er á leið til síns gamla félags Molde frá Lilleström ef fað líkum lætur, þrátt fyrir að hafa sýnt því mikinn áhuga að vera áfram hjá Lilleström. „Ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað,“ segir Björn.

„Ráku mig á Zoom“

Knattspyrnustjórar eru vanalega kallaðir á teppið hjá yfirmönnum þegar þeim er sagt upp störfum en á tímum kórónuveirunnar þá gæti líka verið slæmar fréttir að fá boð um Zoom fund frá framkvæmdastjóra og forseta félagsins.

Sara Björk komin í Puma-fjölskylduna

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Evrópumeistara Lyon, hefur skrifað undir samning við íþróttavöruframleiðandann Puma.

HSÍ ræðir fljótlega við Guðmund

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er með samning við HSÍ sem gildir fram á næsta ár og þar með fram yfir Evrópumótið í janúar að ári.

Jóhannesar minnst fyrir leik Celtic í kvöld

Einnar mínútu þögn verður fyrir leik Celtic og Hamilton Academial í skosku úrvalsdeildinni í kvöld til minningar um Jóhannes Eðvaldsson sem lést á sunnudaginn, sjötugur að aldri.

Breyttu reglunum eftir um­deilt mark Man City

Enska úrvalsdeildin hefur ákveðið að breyta reglum varðandi rangstöðu eftir umdeilt mark Bernardo Silva í 2-0 sigri Manchester City á Aston Villa þann 20. janúar síðastliðinn.

Ekkert fær stöðvað sjóðheita Utah-menn

Utah Jazz er heitasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta um þessar mundir. Í nótt vann Utah New York Knicks, 108-94, en þetta var níundi sigur liðsins í röð.

Banda­rískur miðju­maður í raðir Sel­fyssinga

Selfoss hefur samið við bandaríska miðjumanninn Caity Heap og mun hún leika með liðinu í Pepsi Max deild kvenna næsta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Selfoss gaf frá sér í dag.

Jakob hættir með FH

Jakob Lárusson, þjálfari FH í Olís-deild kvenna, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem FH gaf frá sér í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir