Alfreð Gíslason kemur fyrirliða sínum til varnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 15:31 Alfreð Gíslason og Uwe Gensheimer eru í fararbroddi sem þjálfari og fyrirliði þýska landsliðsins. Samsett/EPA Uwe Gensheimer hefur lengi verið í hópi bestu hornamanna heims og því hefur óvænt gagnrýni á hann komið mörgum á óvart. Þýska handboltalandsliðið náði „bara“ tólfta sæti á HM í Egyptalandi og er ekki meðal þeirra átta þjóða sem eiga ennþá möguleika á heimsmeistaratitlinum. Þetta var fyrsta stórmót Alfreðs Gíslasonar með liðið. Árangur þýska landsliðsins olli vonbrigðum enda var liðið í fimmta sæti á EM í fyrra og í fjórða sæti á HM fyrir tveimur árum síðan. Sá sem hefur fengið hvað mesta gagnrýni er fyrirliði liðsins, vinstri hornamaðurinn Uwe Gensheimer. Der DHB und @UweGensheimer wehren sich gegen externe Kritik! Wir stehen hinter dir, Uwe, und sind stolz auf unseren Kapitän! #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #Handball https://t.co/dWr1Ry5ufU— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 24, 2021 Alfreð Gíslason kom fyrirliða sínum til varnar. „Uwe hefur spilað vel hingað til. Hann klikkaði á skotum á móti Úrúgvæ en að öðru leiti þá spilaði hann vel,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali við Kicker á hóteli í Kaíró. Alfreð ætlar ekki að taka fyrirliðabandið af Uwe Gensheimer. „Nei alls ekki. Þvert á móti þá hefur hann skilað fyrirliðahlutverkinu mjög vel. Það er enginn í liðinu sem efast um hann,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer skoraði 14 mörk úr 21 skoti á mótinu en hann spilaði fimm leiki og í 3 klukkutíma og rúmar 22 mínútur. Gensheimer nýtti 67 prósent skota sinna en klikkaði á eina víti sínu. Fimm af fjórtán mörkum hans komu úr hraðaupphlaupum og fimm komu úr horninu. Kai Häfner hefur einnig komið fyrirliða sínum til varnar. Guten Morgen ein letztes Mal aus Kairo! Nicht der WM-Abschluss, den wir uns gewünscht haben! Der Fotorückblick zur Partie gegen Polen ! #POLGER #WIRIHRALLE _ _ Der WM-Rückblick heute Abend ab 20.15 Uhr bei #DHBspotlight live auf Facebook und YouTube pic.twitter.com/Ig2rT2laaw— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 26, 2021 „Það er engin ástæða fyrir slíkri gagnrýni. Hann er hefur fullt traust okkar sem fyrirliði og skilar hlutverki sínu frábærlega. Að mínu meti þá er Uwe besti vinstri hornamaður í heimi og ég get ekki séð fyrir mér betri fyrirliða fyrir okkur. Ég skil því ekki þessa gagnrýni,“ sagði Kai Häfner. Uwe Gensheimer sjálfur hló líka að gagnrýninni en hann endaði sem fimmti markahæsti leikmaður þýska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Ég veit ekki hvort að þetta komi til vegna þess með hvaða félagsliði ég spila. Stundum er mikil öfund og óvild í gangi. Ég hef þá tilfinningu,“ sagði Uwe Gensheimer og kvartaði yfir því að fá ekki nógu mikið af boltum út í hornið. „Það sem hann sagði um að hann væri ekki að fá nógu mikið af boltum út í vinstri hornið er rétt. Ég talið um það sjálfur,“ sagði Alfreð. HM 2021 í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Þýska handboltalandsliðið náði „bara“ tólfta sæti á HM í Egyptalandi og er ekki meðal þeirra átta þjóða sem eiga ennþá möguleika á heimsmeistaratitlinum. Þetta var fyrsta stórmót Alfreðs Gíslasonar með liðið. Árangur þýska landsliðsins olli vonbrigðum enda var liðið í fimmta sæti á EM í fyrra og í fjórða sæti á HM fyrir tveimur árum síðan. Sá sem hefur fengið hvað mesta gagnrýni er fyrirliði liðsins, vinstri hornamaðurinn Uwe Gensheimer. Der DHB und @UweGensheimer wehren sich gegen externe Kritik! Wir stehen hinter dir, Uwe, und sind stolz auf unseren Kapitän! #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #Handball https://t.co/dWr1Ry5ufU— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 24, 2021 Alfreð Gíslason kom fyrirliða sínum til varnar. „Uwe hefur spilað vel hingað til. Hann klikkaði á skotum á móti Úrúgvæ en að öðru leiti þá spilaði hann vel,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali við Kicker á hóteli í Kaíró. Alfreð ætlar ekki að taka fyrirliðabandið af Uwe Gensheimer. „Nei alls ekki. Þvert á móti þá hefur hann skilað fyrirliðahlutverkinu mjög vel. Það er enginn í liðinu sem efast um hann,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer skoraði 14 mörk úr 21 skoti á mótinu en hann spilaði fimm leiki og í 3 klukkutíma og rúmar 22 mínútur. Gensheimer nýtti 67 prósent skota sinna en klikkaði á eina víti sínu. Fimm af fjórtán mörkum hans komu úr hraðaupphlaupum og fimm komu úr horninu. Kai Häfner hefur einnig komið fyrirliða sínum til varnar. Guten Morgen ein letztes Mal aus Kairo! Nicht der WM-Abschluss, den wir uns gewünscht haben! Der Fotorückblick zur Partie gegen Polen ! #POLGER #WIRIHRALLE _ _ Der WM-Rückblick heute Abend ab 20.15 Uhr bei #DHBspotlight live auf Facebook und YouTube pic.twitter.com/Ig2rT2laaw— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 26, 2021 „Það er engin ástæða fyrir slíkri gagnrýni. Hann er hefur fullt traust okkar sem fyrirliði og skilar hlutverki sínu frábærlega. Að mínu meti þá er Uwe besti vinstri hornamaður í heimi og ég get ekki séð fyrir mér betri fyrirliða fyrir okkur. Ég skil því ekki þessa gagnrýni,“ sagði Kai Häfner. Uwe Gensheimer sjálfur hló líka að gagnrýninni en hann endaði sem fimmti markahæsti leikmaður þýska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Ég veit ekki hvort að þetta komi til vegna þess með hvaða félagsliði ég spila. Stundum er mikil öfund og óvild í gangi. Ég hef þá tilfinningu,“ sagði Uwe Gensheimer og kvartaði yfir því að fá ekki nógu mikið af boltum út í hornið. „Það sem hann sagði um að hann væri ekki að fá nógu mikið af boltum út í vinstri hornið er rétt. Ég talið um það sjálfur,“ sagði Alfreð.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira