Handbolti

Guðmundur tekur við FH: „Rann blóðið til skyldunnar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Pedersen hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH.
Guðmundur Pedersen hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH. fh

Guðmundur Pedersen mun stýra kvennaliði FH í handbolta út tímabilið. Hann tekur við liðinu af Jakobi Lárussyni sem sagði starfi sínu lausu í gær.

Guðmundur er mikill FH-ingur og er fjórði leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 534 leiki. Hann þjálfaði kvennalið FH fyrir nokkrum árum.

Í tilkynningu frá FH er Guðmundi þakkað fyrir að bregðast skjótt við og taka við liðinu.

„FH-ingar höfðu samband við mig í gær og eftir mjög stutta umhugsun ákvað ég að taka slaginn. Mér rann í raun blóðið til skyldunnar að hjálpa félaginu á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur.

FRÉTTATILKYNNING Guðmundur ráðinn þjálfari tímabundið. Guðmundur Pedersen hefur verið ráðinn þjálfari mfl. kvenna,...

Posted by FH Handbolti on Wednesday, January 27, 2021

Hann stýrir FH í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti ÍBV á laugardaginn. FH er án stiga á botni Olís-deildarinnar. Liðið er nýliði í deildinni.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×