Handbolti

Patrekur: Fórum að sækja á þessi nýju auglýsingaskilti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrekur Jóhannesson sagði að Stjörnumenn hefðu hætt að sækja á markið á lokakaflanum gegn FH-ingum.
Patrekur Jóhannesson sagði að Stjörnumenn hefðu hætt að sækja á markið á lokakaflanum gegn FH-ingum. vísir/hulda margrét

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum á lokakaflanum gegn FH. Stjarnan var tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar fimm mínútur voru eftir en tapaði leiknum, 27-30.

„Við hættum að þora að sækja á markið. Við fórum að sækja á þessi nýju auglýsingaskilti sem eru komin í húsið,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leik.

„Ég var ánægður með seinni hálfleikinn. Við vorum miklu ákveðnari í vörninni, brutum oftar og vorum þéttari. Við gerðum margt svo rosalega vel en klikkuðum algjörlega á lokakaflanum. Menn voru búnir að gera þetta nokkuð vel, við unnum saman í litlum hópum í sókninni og leystum þetta fínt. En við héldum ekki undir lokin. Ég þarf að fara yfir það.“

Þrátt fyrir tapið kvaðst Patrekur nokkuð sáttur með Stjörnuliðið í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik.

„FH er hörkulið og ég vissi að þetta yrði jafn leikur. Við vorum tveimur mörkum undir í hálfleik og byrjuðum seinni hálfleikinn ekki vel en héldum alltaf áfram,“ sagði Patrekur.

„En þegar þú ert kominn tveimur mörkum yfir, fimm mínútur eftir áttu að halda áfram að fara í átt að marki. Ég er óánægður með að við gerðum það ekki.“


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.