Handbolti

Níu skref leikmanns Gróttu fóru framhjá dómurunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Emil Grétarsson í göngutúrnum með boltann.
Ágúst Emil Grétarsson í göngutúrnum með boltann. stöð 2 sport

Dómarar leiks FH og Gróttu í Olís-deild karla á sunnudaginn veittu því ekki athygli þegar leikmaður Gróttu tók níu skref með boltann.

Eftir að FH-ingar skoruðu 27. mark sitt tóku Gróttumenn hraða miðju. Hornamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson fékk boltann og tók hvorki fleiri né færri en níu skref með hann áður en hann gaf á Hannes Grimm.

Þessi göngutúr Ágústs fór þó framhjá dómurum leiksins og þá kveiktu FH-ingar ekki á perunni, ekki nema Birgir Már Birgisson sem bað um skref á varamannabekknum.

„Hann fer hálfan völlinn, liggur við,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. „Það er einn maður á bekknum sem ræsir á perunni.“

Þetta skemmtilega atvik má sjá hér í spilaranum fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Níu skref Ágústs Emils

FH vann leikinn örugglega, 31-22. Grótta er í ellefta og næstneðsta sæti Olís-deildarinnar með tvö stig.

Seltirningar geta unnið sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar þeir taka á móti stigalausum ÍR-ingum á morgun.


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.