Handbolti

Thea Imani: Það tekur alltaf tíma að vinna sig inn í liðið

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Thea Imani í leik gegn FH fyrr á tímabilinu.
Thea Imani í leik gegn FH fyrr á tímabilinu. Vísir/Vilhelm

Thea Imani Sturludóttir gekk til liðs við Val í upphafi árs, hún segist enn vera að vinna sig inn í stórliðið en er spennt fyrir framhaldinu í Olís deildinni

Thea komst ekki á blað í leiknum gegn KA/Þór í Origo höllinni í kvöld en hún segir að leikmenn hafi ekki mætt tilbúnir til leiks

„Þetta er mjög svekkjandi, við bara mættum bara alls ekki til leiks í byrjun og vorum á hælunum“ sagði Thea, ósátt við byrjunina á leiknum en liðið náði þó fljótlega að snúa leiknum sér í vil og höfðu þær undirtökin lengst af.

Þrátt fyrir að leiða stærsta hluta leiksins tókst Valskonum ekki að hrista KA/Þór frá sér og ná almennilega forskoti, Thea segir að tæknifeilarnir hafi verið of margir í dag

„Við vorum að gera of mikið af mistökum í vörn og sókn. Það er rosa erfitt að ná upp einhverju tempó þegar maður er alltaf að missa boltann frá sér og ná ekki góðu flæði“

Thea snéri aftur í Olís deildina fyrir skömmu eftir nokkurra ára fjarveru meðan hún lék í atvinnumennsku erlendis. Hún segir breytinguna mikla á deildinni frá því hún lék hér heima með Fylki og er spennt fyrir tímabilinu

„Ég missti nú bara af 2-3 leikjum áður en ég kom inn, þetta er bara stíf deild. Mér finnst mörg sterk lið í deildinni og öll með sterka leikmenn sem á sínum besta degi geta unnið hvaða lið sem er. Maður þarf alltaf að mæta klár til leiks“ sagði Thea

„Það er ótrúlega gaman að vera komin aftur, þetta eru auðvitað bara skrítnir tímar í heiminum enn ég er jákvæð og spennt fyrir því að fá fleiri mínútur. Það tekur auðvitað alltaf tíma að vinna sig inn í liðið.“ Sagði Thea sem hefur ekki spilað mikið í sínum fyrstu leikjum með Val en hún hefur verið að glíma við meiðsli.

„Maður er alltaf að glíma við eitthvað, ég er tæp í hnénu og öxlinni. Markmiðið núna er bara að losna við það, að mestu, en annars er ég bara góð“ sagði Thea að lokum


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×