Fleiri fréttir

Boðhlaup út um þúfur | Myndband

Viðureign Southampton og Norwich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi var ekki mikið fyrir augað. Áhorfendur fengu þó heilmikið fyrir aðgangseyrinn þegar kostulegt boðhlaup fór fram í hálfleik.

Úrslit kvöldsins í körfunni

Heil umferð fór fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík er á toppnum eftir sigur á KR. Stjarnan og Snæfell eru með sama stigafjölda í næstu sætum þar á eftir.

Óvænt tap hjá Ólafi og félögum

Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í toppliði Kristianstad í sænska handboltanum urðu að sætta sig við tap í kvöld.

Derek Fisher gæti endaði í Dallas

Allar líkur eru á því að Derek Fisher muni leika með Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hinn þaulreyndi leikstjórnandi hefur ekki leikið með neinu liði frá því hann var með Oklahoma Thunders á síðustu leiktíð. Dallas er í vandræðum með leikstjórnanda stöðuna og Rick Carlisle þjálfari Dallas hefur óskað eftir því að fá hinn 38 ára gamla Fisher til að leysa tímabundin vandamál liðsins.

Moratti: Sneijder ekki neyddur til að endursemja

Massimo Moratti, forseti Inter, segir ekkert til í því að félagið ætli sér að neyða Wesley Sneijder til þess að taka á sig launalækkun. Hollendingurinn hefur lítið spilað með Inter undanfarnar vikur.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 26-31

FH vann öruggan sigur á Fram á útivelli 31-26 í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 13-13 en FH gat nánast skorað að vild í seinni hálfleik og náði mest 11 marka forystu.

Ólíklegt að Beckham snúi aftur í ensku úrvalsdeildina

Það er mikil eftirspurn eftir starfskröftum enska fótboltamannsins David Beckham en hann mun leika sinn síðasta leik með LA Galaxy í bandarísku MLS deildinni um næstu helgi. Beckham telur litlar líkur á því að hann fari á ný í ensku úrvalsdeildina.

Scolari líklegur til að stýra Brasilíu á HM 2014

Luiz Felipe Scolari, verður að öllum líkindum næsti þjálfari landsliðs Brasilíu. Fjölmiðlar í Brasilíu telja miklar líkur á því að hann taki við liðinu. Scolari stýrði liðinu til sigurs á HM árið 2002 og hann var þjálfari Portúgala sem komst í undanúrslit á EM 2004 og HM árið 2006. Mano Menezes, sem var þjálfari landsliðs Brasilíu, var rekinn á dögunum og er búist við því að Scolari verði kynntur til sögunnar á morgun – föstudag.

Benítez vill að Torres rífi í járnin í lyftingasalnum

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Chelsea, er á þeirri skoðun að Fernando Torres framherji liðsins þurfi að rífa í lóðin í lyftingasalnum til þess að ná fyrri getu. Torres hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til Chelsea frá Liverpool fyrir um 10 milljarða kr. í lok janúar á síðasta ári.

Takmarkanir settar við notkun á löngum pútterum

Á undanförnum fimm risamótum í golfi hafa þrír sigurvegarar notað umdeilda púttera sem eru með lengra skafti en hefðbundnir pútterar. Svokallaðir "magapútterar“ hafa notið meiri vinsælda en áður en með slíkum pútterum geta kylfingar nýtt sér líkama sinn til þess að ná meiri stöðugleika á flötunum. Æðstu yfirvöld golfíþróttarinnar í Skotlandi og Bandaríkjunum hafa lagt til að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að láta hluta púttersins koma við líkamann á meðan þeir pútta.

Lokaskot Helenu geigaði og Englarnir töpuðu

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice biðu í gærkvöldi lægri hlut á útivelli gegn tyrkneska félaginu Fenerbahce í Meistaradeild Evrópu í körfubolta.

Spurs lagði Liverpool | Öll mörk gærkvöldsins á Vísi

Tottenham vann 2-1 sigur á Liverpool í fjörlegri viðureign liðanna á White Hart Lane í Lundúnum í gær. Gareth Bale var í aðalhlutverki en Walesverjinn lagði upp mark, skoraði mark, skoraði sjálfsmark auk þess að fá áminningu fyrir leikræna tilburði.

NBA í nótt: Boston tapaði í slagsmálaleik gegn Brooklyn

Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni.

Enginn er búinn undir svona áfall

Lífið hjá hinum 32 ára gamla Hannesi Jóni Jónssyni tók óvænta stefnu fyrir um sex vikum. Þá var hann greindur með krabbamein en illkynja æxli fannst í þvagblöðrunni. Hannes var settur í aðgerð daginn eftir þar sem þrjú illkynja æxli voru fjarlægð.

Tvö tíu marka tímabil á sama árinu

Alfreð Finnbogason hefur raðað inn mörkum á árinu 2012 og hefur náð klassísku takmarki markaskorarans á tveimur stöðum – með Helsingborg í Svíþjóð og Heerenveen í Hollandi. Fréttablaðið skoðar í dag frammistöðu þessa sjóðheita markaskorara úr Kópavo

Hamilton og Button jafnir eftir þriggja ára einvígi

Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman.

Þjálfari Svartfellinga er með liðið sitt í felum

Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni til Serbíu þar sem Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Fyrsti mótherji íslenska landsliðsins er lið Svartfjallalands en þar er á ferðinni silfurliðið frá Ólympíuleikunum í London.

Rúrik og félagar úr leik | Arnór í undanúrslit

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tapaði 1-0 gegn Bröndby í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Lyngby 2-1 á útivelli og eru komnir í undanúrslit.

Barcelona komst áfram í bikarnum

Barcelona komst auðveldlega áfram í næstu umferð spænska konungsbikarsins í kvöld er liðið lagði Deportivo Alaves, 3-1, á heimavelli.

Mancini: Við vorum heppnir

Það tók meistara Man. City talsverðan tíma að brjóta vörn Wigan niður í kvöld en það hafðist um miðjan síðari hálfleik og öll þrjú stigin fóri til Manchester.

Ellefu sigrar í röð hjá Keflavík - Úrslit kvöldsins í kvennakörfunni

Keflavíkurkonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominosdeild kvenna í kvöld með því að vinna 40 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík. Snæfell slapp með nauman sigur úr Grindavík og KR styrkti stöðu sína í 3. sætinu með sigri á botnliði Fjölnis. Valskonur töpuðu sínum fjórða leik í röð þegar Haukaliðið skellti þeim á Ásvöllum.

Sebrahestarnir slátruðu ljónunum

Sebrahestarnir frá Kiel voru fyrstir til þess að leggja Rhein-Neckar Ljónin í þýsku deildinni í kvöld. Meistarar Kiel gerðu gott betur því þeir hreinlega slátruðu lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar, 17-28. Kiel komst með sigrinum upp í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik.

Rodgers hrósar aðlögunarhæfni Gerrard

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er á sínu fjórtánda ári hjá félaginu en hefur sjaldan þurft að fara í gegnum jafnmiklar breytingar á leikstíl liðsins og þegar Brendan Rodgers tók við stjórnartaumnum í haust.

Joey Barton kominn með franskan hreim

Enski miðjumaðurinn Joey Barton spilaði um helgina sinn fyrsta deildarleik fyrir Marseille. Á blaðamannafundi að leiknum loknum bauð Barton upp á ensku með frönskum hreim.

Bottas og Maldonado aka fyrir Williams 2013

Valtteri Bottas, ungur Finni sem hefur undanfarið reynsluekið fyrir Williams-liðið í Formúlu 1, hefur verið ráðinn sem keppnisökuþór liðsins á næsta ári. Þar mun hann aka við hlið Pastor Maldonado.

Öll umferðin hjá stelpunum sýnd í beinni á netinu

Heil umferð fer fram í Domions-deild kvenna í körfubolta í kvöld og það vekur sérstaka athygli að það er hægt að sjá alla fjóra leikina í elleftu umferðinni í beinni útsendingu á netinu. Þetta kemur fram á heimsíðu Körfuknattleikssambandsins.

Zico flúinn frá Írak

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Zico er hættur sem þjálfari knattspyrnulandsliðs Íraks en hann hefur verið þjálfari liðsins í fimmtán mánuði.

Marca: PSG býður Mourinho óútfyllta ávísun

Spænskir fjölmiðlar skrifa nú daglega um framtíð Jose Mourinho hjá Real Madrid og miklar vangaveltur eru í gangi að hann fari frá félaginu í vor. Til viðbótar berast fréttir af því að að franska félagið Paris Saint-Germain sé tilbúið að gera allt til þess að fá hann til sín.

Ferguson: Rafael var frábær

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði brasilíska bakverðinum Rafael fyrir hans frammistöðu í 1-0 heimasigri á West Ham.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 30-30

Valur og Afturelding skildu jöfn í hörkuleik á Hlíðarenda í kvöld. Mikil spenna var nær allan leikinn og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Valsmenn sitja áfram í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Mosfellingar verma enn botnsætið með sex stig eftir tíu leiki.

Rósa og Telma í raðir Mosfellinga

Miðjumaðurinn Rósa Hauksdóttir, sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár, er gengin í raðir Aftureldingar. Þá hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir snúið á heimaslóðir eftir dvöl hjá Val.

Lárus hættur hjá Njarðvík: Þremur stelpum í liðinu um að kenna

Lárus Ingi Magnússon er hættur sem aðstoðarþjálfari Njarðvíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta en þetta kemur fram á karfan.is. Njarðvík varð bæði Íslands- og bikarmeistari á síðasta ári þegar Lárus Ingi aðstoðaði Sverri Þór Sverrisson en hann hefur aðstoðað spilandi þjálfarann Lele Hardy í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir