Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Akureyri 28-26 Sigmar Sigfússon í Austurbergi skrifar 28. nóvember 2012 14:04 Ingimundur Ingimundarson á ferðinni í kvöld. mynd/vilhelm ÍR komst upp að hlið Akureyrar í öðru sæti N1-deildar karla með sætum sigri á Norðanmönnum í Austurbergi í kvöld. Fyrri hálfleikur fór fjörlega af stað og hraðinn á upphafsmínútum var geysilega mikill. Ekkert mark kom í leikinn fyrr en á fimmtu mínútu þegar Sturla Ásgeirsson skoraði fyrsta mark ÍR í leiknum. Stuttu áður lét hann Jovan Kukubat, markmann Akureyri verja frá sér víti. ÍR-ingar voru ávalt skrefinu á undan Akureyri í upphafi leiks. Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari þeirra, dró vagninn fyrir Norðanmenn og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum þeirra í leiknum. Þrjú þeirra komu úr hraðaupphlaupi. ÍR-ingar komust í þriggja marka forystu á 17. mínútu og héldu henni nánast út hálfleikinn. Þegar dómaraparið flautaði til hálfleiks var staðan 13–11 fyrir ÍR. Kristófer Fannar, markmaður ÍR, átti góðan leik í markinu með átta bolta varða. Jovan Kukubat hjá Akureyri var einnig með átta skot varin. Akureyringar hófu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að jafna leikinn eftir nokkrar mínutur. Næstu mínútur einkenndust af miklum hraða og spennu, liðin skiptust á að skora. ÍR-ingar voru þó örlítið sterkari og náðu að halda leiknum í eins marka forystu framan af hálfleiknum. Akureyringar neituðu að gefast upp og jöfnuðu leikinn á 47 mínútu, 21-21 og virtust komnir í ham. Þá tók Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR upp á því að skipta um markmann, Hermann Hermannsson kom inn og varði strax tvo mikilvæga bolta. Guðmundur Hómar Helgason, leikmaður Akureyri, átti stórleik í seinni hálfleik og virtist geta skorað að vild á löngum köflum í seinni hálfleik. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi og Akureyri fékk eitt tækifæri á að jafna leikinn þegar mínúta var eftir en mistókst. Markahæsti maður leiksins var Bjarni Fritzson með níu mörk fyrir Akureyri og fyrir ÍR-inga skoraði Sturla Ásgeirsson sjö.Guðmundur: Fáum hárblásarann á okkur inn í klefa „Maður vill alltaf tvö stig og í svona leik er alltaf súrt að tapa. Ég held að það hafi verið vörnin sem var að fara með okkur í þessum leik. Misstum þó klaufalega í gegn hjá okkur," sagði Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður Akureyri eftir leikinn „Aðalbaráttan er í þessum leikjum þar sem Haukar eru komnir langt á undan. Þetta var því mjög mikilvægur leikur og mjög leiðinlegt að tapa." „Við fáum hárblásarann á okkur inn í klefa en vonandi ekki of mikið samt. Við mætum brjálaðir á æfingu á morgun og svo er bara leikur á laugardaginn, enginn tími til þess að vera svekktur of lengi."Bjarki: Æðislegt fyrir okkur að vinna fjögurra stiga leik „Ég er hrikalega sáttur við tvö stig. Þetta var fjögurra stiga leikur fyrir okkur og þar af leiðandi æðislegt fyrir okkur að vinna þennan leik. Þetta var ekki fallegur handbolti sem spilaður var hérna í kvöld, flottar varnir inn á milli en mikið um mistök bæði í sókn og vörn sem vakti upp óöryggi hjá markmanni," sagði Bjarki Sigurðsson,þjálfari ÍR eftir leiki „Ég varð að gera eitthvað um miðbik seinnihálfleiks og er virkilega sáttur með Hermann sem varði vel á köflum. Sama saga með Jónatan sem kom klár inn í leikinn á mjög mikilvægum tímapunkti og gerði vel." „Akureyri snýtti okkur í fyrri leik liðanna fyrir Norðan og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur og svo auðvitað gátum við náð þeim á stigum . Við viljum ekki vera í baráttunni um fimmta, sjötta eða sjöunda sæti deildarinnar, svo þessi sigur er því afar kærkominn. Haukarnir virðast vera klára þetta en það þarf ekki mikið til þess að lið brotni svo við sjáum til. Ef annað sætið er í boði tökum við það, annars virðast flest liðin vera að bæta sig um þessar mundir." Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
ÍR komst upp að hlið Akureyrar í öðru sæti N1-deildar karla með sætum sigri á Norðanmönnum í Austurbergi í kvöld. Fyrri hálfleikur fór fjörlega af stað og hraðinn á upphafsmínútum var geysilega mikill. Ekkert mark kom í leikinn fyrr en á fimmtu mínútu þegar Sturla Ásgeirsson skoraði fyrsta mark ÍR í leiknum. Stuttu áður lét hann Jovan Kukubat, markmann Akureyri verja frá sér víti. ÍR-ingar voru ávalt skrefinu á undan Akureyri í upphafi leiks. Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari þeirra, dró vagninn fyrir Norðanmenn og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum þeirra í leiknum. Þrjú þeirra komu úr hraðaupphlaupi. ÍR-ingar komust í þriggja marka forystu á 17. mínútu og héldu henni nánast út hálfleikinn. Þegar dómaraparið flautaði til hálfleiks var staðan 13–11 fyrir ÍR. Kristófer Fannar, markmaður ÍR, átti góðan leik í markinu með átta bolta varða. Jovan Kukubat hjá Akureyri var einnig með átta skot varin. Akureyringar hófu seinni hálfleikinn af krafti og náðu að jafna leikinn eftir nokkrar mínutur. Næstu mínútur einkenndust af miklum hraða og spennu, liðin skiptust á að skora. ÍR-ingar voru þó örlítið sterkari og náðu að halda leiknum í eins marka forystu framan af hálfleiknum. Akureyringar neituðu að gefast upp og jöfnuðu leikinn á 47 mínútu, 21-21 og virtust komnir í ham. Þá tók Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR upp á því að skipta um markmann, Hermann Hermannsson kom inn og varði strax tvo mikilvæga bolta. Guðmundur Hómar Helgason, leikmaður Akureyri, átti stórleik í seinni hálfleik og virtist geta skorað að vild á löngum köflum í seinni hálfleik. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi og Akureyri fékk eitt tækifæri á að jafna leikinn þegar mínúta var eftir en mistókst. Markahæsti maður leiksins var Bjarni Fritzson með níu mörk fyrir Akureyri og fyrir ÍR-inga skoraði Sturla Ásgeirsson sjö.Guðmundur: Fáum hárblásarann á okkur inn í klefa „Maður vill alltaf tvö stig og í svona leik er alltaf súrt að tapa. Ég held að það hafi verið vörnin sem var að fara með okkur í þessum leik. Misstum þó klaufalega í gegn hjá okkur," sagði Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður Akureyri eftir leikinn „Aðalbaráttan er í þessum leikjum þar sem Haukar eru komnir langt á undan. Þetta var því mjög mikilvægur leikur og mjög leiðinlegt að tapa." „Við fáum hárblásarann á okkur inn í klefa en vonandi ekki of mikið samt. Við mætum brjálaðir á æfingu á morgun og svo er bara leikur á laugardaginn, enginn tími til þess að vera svekktur of lengi."Bjarki: Æðislegt fyrir okkur að vinna fjögurra stiga leik „Ég er hrikalega sáttur við tvö stig. Þetta var fjögurra stiga leikur fyrir okkur og þar af leiðandi æðislegt fyrir okkur að vinna þennan leik. Þetta var ekki fallegur handbolti sem spilaður var hérna í kvöld, flottar varnir inn á milli en mikið um mistök bæði í sókn og vörn sem vakti upp óöryggi hjá markmanni," sagði Bjarki Sigurðsson,þjálfari ÍR eftir leiki „Ég varð að gera eitthvað um miðbik seinnihálfleiks og er virkilega sáttur með Hermann sem varði vel á köflum. Sama saga með Jónatan sem kom klár inn í leikinn á mjög mikilvægum tímapunkti og gerði vel." „Akureyri snýtti okkur í fyrri leik liðanna fyrir Norðan og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur og svo auðvitað gátum við náð þeim á stigum . Við viljum ekki vera í baráttunni um fimmta, sjötta eða sjöunda sæti deildarinnar, svo þessi sigur er því afar kærkominn. Haukarnir virðast vera klára þetta en það þarf ekki mikið til þess að lið brotni svo við sjáum til. Ef annað sætið er í boði tökum við það, annars virðast flest liðin vera að bæta sig um þessar mundir."
Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn