Takmarkanir settar við notkun á löngum pútterum Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 29. nóvember 2012 10:15 Á undanförnum fimm risamótum í golfi hafa þrír sigurvegarar notað umdeilda púttera sem eru með lengra skafti en hefðbundnir pútterar. Svokallaðir „magapútterar" hafa notið meiri vinsælda en áður en með slíkum pútterum geta kylfingar nýtt sér líkama sinn til þess að ná meiri stöðugleika á flötunum. Æðstu yfirvöld golfíþróttarinnar í Skotlandi og Bandaríkjunum hafa lagt til að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að láta hluta púttersins koma við líkamann á meðan þeir pútta. Í frétt CNN sem má sjá með því að smella á örina er farið vel yfir málið. Mikil umræða hefur verið um „magapúttera" og hafa kylfingar á borð við Tiger Woods kallað eftir því að slíkir pútterar verði bannaðir. Stjórnir Royal & Ancient Club í Skotlandi og bandaríska golfsambandið hafa fjallað um málið á mörgum fundum að undanförnu. Í gær var lögð fram tillaga að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að nýta sér eiginleika löngu pútterana en kylfurnar sjálfar verða samt sem áður ekki bannaðar. Búast má við að kylfuframleiðendur muni höfða skaðabótamál gegn þessum aðilum. Keegan Bradley, Webb Simpson og Ernie Els hafa allir sigrað á risamótum nýverið með slíka „magapúttera" í golfpokanum en þeir hafa nú fjögur ár til þess að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Tillagan sem lögð var fram í gær á við golfreglu 14-1b. Þar sem bannað verður að slá golfbolta þar sem að kylfuskaftið kemur við efri líkama kylfingsins – og það sama gildir um allra lengstu pútterana þar sem að kylfuskaftið má ekki leggja upp að bringu – eða efri líkamshluta kylfingsins á meðan púttað er. Peter Dawson, stjórnarformaður R&A, segir að málið verði án efa rætt enn frekar á næstu misserum. En markmiðið sé að halda í þær hefðir sem fylgt hafa golfíþróttinni – en margir höfðu áhyggjur af því að hin hefðbundna aðferð við að pútta myndi leggjast af með tíð og tíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfyfirvöld heimsins þurfa að bregðast við nýjum púttaðferðum. Árið 1968 var kylfingum bannað að nota „krikketpúttstílinn." Lokaákvörðun um afdrif „löngu pútterana" verður tekin í lok febrúar á næsta ári. Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Á undanförnum fimm risamótum í golfi hafa þrír sigurvegarar notað umdeilda púttera sem eru með lengra skafti en hefðbundnir pútterar. Svokallaðir „magapútterar" hafa notið meiri vinsælda en áður en með slíkum pútterum geta kylfingar nýtt sér líkama sinn til þess að ná meiri stöðugleika á flötunum. Æðstu yfirvöld golfíþróttarinnar í Skotlandi og Bandaríkjunum hafa lagt til að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að láta hluta púttersins koma við líkamann á meðan þeir pútta. Í frétt CNN sem má sjá með því að smella á örina er farið vel yfir málið. Mikil umræða hefur verið um „magapúttera" og hafa kylfingar á borð við Tiger Woods kallað eftir því að slíkir pútterar verði bannaðir. Stjórnir Royal & Ancient Club í Skotlandi og bandaríska golfsambandið hafa fjallað um málið á mörgum fundum að undanförnu. Í gær var lögð fram tillaga að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að nýta sér eiginleika löngu pútterana en kylfurnar sjálfar verða samt sem áður ekki bannaðar. Búast má við að kylfuframleiðendur muni höfða skaðabótamál gegn þessum aðilum. Keegan Bradley, Webb Simpson og Ernie Els hafa allir sigrað á risamótum nýverið með slíka „magapúttera" í golfpokanum en þeir hafa nú fjögur ár til þess að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Tillagan sem lögð var fram í gær á við golfreglu 14-1b. Þar sem bannað verður að slá golfbolta þar sem að kylfuskaftið kemur við efri líkama kylfingsins – og það sama gildir um allra lengstu pútterana þar sem að kylfuskaftið má ekki leggja upp að bringu – eða efri líkamshluta kylfingsins á meðan púttað er. Peter Dawson, stjórnarformaður R&A, segir að málið verði án efa rætt enn frekar á næstu misserum. En markmiðið sé að halda í þær hefðir sem fylgt hafa golfíþróttinni – en margir höfðu áhyggjur af því að hin hefðbundna aðferð við að pútta myndi leggjast af með tíð og tíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem golfyfirvöld heimsins þurfa að bregðast við nýjum púttaðferðum. Árið 1968 var kylfingum bannað að nota „krikketpúttstílinn." Lokaákvörðun um afdrif „löngu pútterana" verður tekin í lok febrúar á næsta ári.
Golf Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira