Þjálfari Svartfellinga er með liðið sitt í felum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2012 06:00 Silfur í London Lið Svartfjallalands stóð sig frábærlega á ÓL í London og þá líkt og nú spilaði liðið enga æfingaleiki fyrir mótið. Mynd/afp Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni til Serbíu þar sem Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Fyrsti mótherji íslenska landsliðsins er lið Svartfjallalands en þar er á ferðinni silfurliðið frá Ólympíuleikunum í London. Dragan Adzic er þjálfari Svartfjallalands og hefur verið það á síðustu fjórum stórmótum þar sem lið hans hefur gert frábæra hluti. Svartfjallaland varð í 6. sæti á EM 2010 og í 10. sæti á HM 2011 og tók síðan silfrið á sínu fyrstu Ólympíuleikum frá upphafi. Adzic þarf hins vegar að glíma við það núna að þrír af þekktustu leikmönnum liðsins verða ekki með á mótinu í Serbíu. Stórstjarnan Bojana Popovic hætti eftir Ólympíuleikana sem og Maja Savic og þá vill Ana Radovic ekki spila undir hans stjórn. Adzic ætlar sér greinilega að passa upp á það að enginn viti of mikið um hið nýja lið sitt fyrr en í umræddum fyrsta leik gegn Íslandi. Hann er eini þjálfarinn á EM í Serbíu sem lætur lið sitt ekki spila æfingaleiki fyrir keppnina. Hann hafði sama háttinn á fyrir Ólympíuleikana í London þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn og er kannski búinn að koma á fót hjátrú innan liðsins. Þetta gerir það að verkum að enginn verður búinn að sjá liðið spila þegar leikur Íslands og Svartfjallalands hefst í Vrsac þriðjudaginn 4. desember. „Okkur var boðið á æfingamót í Úkraínu en ég taldi það miklu betra fyrir okkur að gefa stelpunum nokkra daga hvíld. Við fengum ekki fleiri tilboð um leiki og því ákvað ég bara að hópurinn myndi einbeita sér að æfingunum í Podgorica," sagði Dragan Adzic í viðtali við heimasíðu EM og hann óttast ekki að sínar stelpur mæti ryðgaðar til leiks. „Það er mín trú að með mikilli og góðri vinnu munum við vega það upp að spila enga æfingaleiki. Ég tel að við verðum tilbúin í slaginn á EM því að í liðinu er mikil ástríða og gott andrúmsloft sem er það mikilvægasta af öllu." Íslensku stelpurnar eru ekki alveg ókunnugar stelpunum frá Svartfjallalandi enda hafa liðin mæst á báðum stórmótum íslenska liðsins til þessa. Svartfjallaland vann 26-23 á EM í Danmörku 2010 og íslensku stelpurnar unnu svo frábæran 22-21 sigur á HM í Brasilíu í fyrra. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni til Serbíu þar sem Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Fyrsti mótherji íslenska landsliðsins er lið Svartfjallalands en þar er á ferðinni silfurliðið frá Ólympíuleikunum í London. Dragan Adzic er þjálfari Svartfjallalands og hefur verið það á síðustu fjórum stórmótum þar sem lið hans hefur gert frábæra hluti. Svartfjallaland varð í 6. sæti á EM 2010 og í 10. sæti á HM 2011 og tók síðan silfrið á sínu fyrstu Ólympíuleikum frá upphafi. Adzic þarf hins vegar að glíma við það núna að þrír af þekktustu leikmönnum liðsins verða ekki með á mótinu í Serbíu. Stórstjarnan Bojana Popovic hætti eftir Ólympíuleikana sem og Maja Savic og þá vill Ana Radovic ekki spila undir hans stjórn. Adzic ætlar sér greinilega að passa upp á það að enginn viti of mikið um hið nýja lið sitt fyrr en í umræddum fyrsta leik gegn Íslandi. Hann er eini þjálfarinn á EM í Serbíu sem lætur lið sitt ekki spila æfingaleiki fyrir keppnina. Hann hafði sama háttinn á fyrir Ólympíuleikana í London þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn og er kannski búinn að koma á fót hjátrú innan liðsins. Þetta gerir það að verkum að enginn verður búinn að sjá liðið spila þegar leikur Íslands og Svartfjallalands hefst í Vrsac þriðjudaginn 4. desember. „Okkur var boðið á æfingamót í Úkraínu en ég taldi það miklu betra fyrir okkur að gefa stelpunum nokkra daga hvíld. Við fengum ekki fleiri tilboð um leiki og því ákvað ég bara að hópurinn myndi einbeita sér að æfingunum í Podgorica," sagði Dragan Adzic í viðtali við heimasíðu EM og hann óttast ekki að sínar stelpur mæti ryðgaðar til leiks. „Það er mín trú að með mikilli og góðri vinnu munum við vega það upp að spila enga æfingaleiki. Ég tel að við verðum tilbúin í slaginn á EM því að í liðinu er mikil ástríða og gott andrúmsloft sem er það mikilvægasta af öllu." Íslensku stelpurnar eru ekki alveg ókunnugar stelpunum frá Svartfjallalandi enda hafa liðin mæst á báðum stórmótum íslenska liðsins til þessa. Svartfjallaland vann 26-23 á EM í Danmörku 2010 og íslensku stelpurnar unnu svo frábæran 22-21 sigur á HM í Brasilíu í fyrra.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira