Handbolti

Óvænt tap hjá Ólafi og félögum

Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í toppliði Kristianstad í sænska handboltanum urðu að sætta sig við tap í kvöld.

Þá lá liðið, 27-24, fyrir Drott. Staðan í hálfleik var 12-15 fyrir Kristianstad en Drott var miklu sterkara í seinni hálfleik.

Ólafur hefur oft leikið betur en hann skoraði aðeins eitt mark í leiknum. Hann hefur hugsanlega verið með hugann heima við enda varð hann faðir í fyrsta skipti í gær og óskar Vísir honum og hans unnustu til hamingju með barnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×