Fleiri fréttir

NBA í nótt: Lakers tapaði á heimavelli gegn Indiana

George Hill tryggði Indiana Pacers 79-77 sigur gegn Los Angeles Lakers á útivelli í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Hill skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út og 40 stig frá Kobe Bryant dugðu skammt að þessu sinni.

Segir SVFR svikið af Selfyssingum

"Þeir höfðu ekki einu sinni dug í sér að láta okkur vita af svikunum fyrr en við gengum eftir því. Að mati stjórnar SVFR er þetta ódrengileg framkoma og nú spyrjum við okkur hvort við eigum yfirhöfuð samleið með aðilum sem starfa á þennan hátt. Við höfum því ákveðið að endurskoða formlega aðild okkar að Landssambandi stangaveiðifélaga."

Uppgjör gömlu herbergisfélaganna

Stórleikur ársins í þýska handboltanum fer fram í kvöld. Þá tekur topplið deildarinnar, Rhein-Neckar Löwen, á móti Þýskalandsmeisturum Kiel. Löwen er búið að vinna alla leiki sína í deildinni en Kiel hefur gert eitt jafntefli og situr í öðru sæti, aðeins stigi á eftir Löwen.

Stórleikir í enska boltanum í kvöld

Það er risakvöld fram undan í enska boltanum en þá fara fram einir átta leikir. Stórleikur kvöldsins er viðureign Tottenham og Liverpool og spurning hvort Gylfi Þór Sigurðsson fái tækifæri með Spurs í kvöld en hann hefur mátt sætta sig við ansi mikla bekkjarsetu upp á síðkastið.

Auðvelt hjá Real Madrid í bikarnum

Real Madrid komst auðveldlega áfram í spænsku bikarkeppninni í kvöld. Real lagði þá lið Alcoyano, 3-0, með mörkum frá Angel di Maria og Jose Callejon en sá síðarnefndi skoraði tvö mörk.

Adriano dæmdur í eins leiks bann

Einn umdeildasti leikmaðurinn í Evrópuboltanum í dag, Luiz Adriano, var í dag dæmdur í eins leiks bann í Meistaradeildinni fyrir óheiðarlegan leik.

Berlin vann í Magdeburg

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin komust upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með naumum sigri, 31-33, á Magdeburg í mögnuðum leik.

Pavel slakur í tapleik

Pavel Ermolinskij og félagar í sænska liðinu Norrköping Dolphins lutu í lægra haldi, 51-69, gegn Ventspils í Evrópukeppninni í kvöld.

Lars Christiansen hafnaði Löwen

Lars Christiansen hafnaði tilboði frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Rhein-Neckar Löwen, sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar.

Chelsea hélt friðarfund með Clattenburg

Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, fundaði í gær með knattspyrnudómaranum Mark Clattenburg. Það er í fyrsta sinn sem aðilar hittast eftir að sá síðarnefndi var sakaður um kynþáttaníð.

Wenger staðfestir áhuga á Zaha

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á sóknarmanninum Wilfried Zaha sem slegið hefur í gegn hjá Crystal Palace.

Force India: Öryggisbíllinn var algert djók

Bob Fernley, liðstjóri Force India-liðsins í Formúlu 1, sagði að fyrsti öryggisbíllinn í brasilíska kappakstrinum hafi verið "algert grín". Nico Hulkenberg, ökuþór liðsins, var í fyrsta sæti á undan Jenson Button þegar öryggisbíllinn kom út.

Malmö mætir Evrópumeisturunum

Í dag var dregið í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna. Sænska liðið Malmö mætir Evrópumeisturunum í Lyon frá Frakklandi.

Martinez hefur fyrirgefið Al-Habsi

Markvörðurinn Ali Al-Habsi skoraði ansi neyðarlegt sjálfsmark í leik með Wigan um helgi. Stjóri liðsins, Roberto Martinez, erfir það þó ekki við sinn mann.

Sunnudagsmessan: Kastljósinu beint að Íslendingum á Englandi

Íslenskir knattspyrnumenn voru til umfjöllunar í þætti sem sýndur var í hálfleik í aðalleik ensku knattspyrnunnar um s.l. helgi. Þar var vakin athygli á því hve margir fótboltamenn frá Ísolandi hafa sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina. Rætt var við Eið Smára Guðjohnsen, Guðna Bergsson, og Gylfa Þór Sigurðsson, að auki var fjallað um Hermann Hreiðarsson. Innslagið má sjá í heild sinni með því að smella á örina hér fyrir ofan.

Mancini: Framherjar verða að skora

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vill fá meira úr sóknarmönnum sínum en þeir sýndu í leiknum gegn Chelsea um helgina.

Ár liðið frá fráfalli Speed

Í dag er eitt ár liðið síðan að Gary Speed fannst látinn á heimili sínu. Hann var þá landsliðsþjálfari Wales.

Eiður Smári: Var ekki vítaskytta liðsins

Eiður Smári Guðjohnsen segir að það hafi ekki verið búið að útnefna hann vítaskyttu Cercle Brugge þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik með liðinu í belgíska boltanum.

Ársskammtur étinn á þremur dögum

Refur og ágangur veiðimanna í tímaþröng er ógn við rjúpuna segir Þorsteinn Hafþórsson. Miður sé að heyra talsmann umhverfisráðherra segja veiðidaga valda með tilliti til þess að sem verst viðri til veiða.

Ágúst: Verður mjög erfitt

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða leikmenn munu bera uppi heiður Íslands á Evrópumeistaramóti kvenna sem hefst í Serbíu næstu viku. Markvörðurinn Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir og skyttan Birna Berg Haraldsdóttir misstu sæti sitt í hópnum í lokaniðurskurðinum. Áður höfðu Elísabet Gunnarsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Sunneva Einarsdóttir lent undir niðurskurðarhnífnum ásamt því að Þorgerður Anna Atladóttir dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum.

Sunnudagsmessan: Kveðjumyndband tileinkað Roberto Di Matteo

Roberto Di Matteo náði frábærum árangri á þeim stutta tíma sem hann var knattspyrnustjóri Chelsea. Undir hans stjórn landaði liðið enska bikarmeistaratitlinu og í fyrsta sinn í sögunni náði Chelsea að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu. Di Matteo var rekinn úr starfi á dögunum eftir að liðinu mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í mndbandinu má sjá samantekt í stuttri kveðju frá Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport sem tileinkuð var Roberto Di Matteo.

Napoli hoppaði upp fyrir Inter

Tveir leikir fóru fram í ítalska boltanum í kvöld. Napoli vann útisigur á Cagliari og Parma skellti Inter á heimavelli sínum.

Með ólíkindum að Vettel tækist að klára mótið

Christian Horner, liðstjóri heimsmeistara Red Bull í Formúlu 1 og yfirmaður heimsmeistarans Sebastian Vettel, segist hafa óttast að Vettel myndi ekki ná að klára kappaksturinn í Brasilíu í gær. Vettel lenti í óhappi á fyrsta hring og um leið komst keppinautur hans í vænlega stöðu.

Kærkomið stig hjá AGF

Aron Jóhannsson komst aldrei þessu vant ekki á blað þegar lið hans, AGF, gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Midtjylland.

Fínn útisigur hjá GUIF

Íslendingaliðið Eskilstuna GUIF styrkti stöðu sína í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri í kvöld.

Sunnudagsmessan: Leiðtogalaust Chelsea lið – leikmenn hafa ekki trú á Benítez

Chelsea hefur ekki náð að vinna leik í nóvember en liðið átti við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Rafael Benítez tók við liðinu í síðustu viku og stýrði liðinu í fyrsta sinn. Guðmundur Benediktsson fór yfir gang mála hjá Chelsea í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 ásamt sérfræðingum þáttarins; Hjörvari Hafliðasyni og Ólafi Kristjánssyni.

Styttist í endurkomu Spánverjans Ricky Rubio

Gengi Minnesota Timberwolves í NBA deildinni hefur ekki verið gott að undanförnu en liðið hefur tapað 5 leikjum í röð. Meiðsli lykilmanna hafa sett svip sinn á gengi Minnesota en það gæti farið að birta til hjá stuðningsmönnum Minnesota á næstu vikum. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio er væntanlegur í liðið á ný en hann sleit krossband í hné í byrjun mars á þessu ári.

Messi: Ég elska þig, Thiago

Lionel Messi tileinkaði mörkin sín tvö gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í gær nýfæddum syni sínum.

Sunnudagsmessan: Hvað sagði Ólafur Kristjánsson um Liverpool?

Gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur ekki verið gott að undanförnu og liðið situr í 11. sæti deildarinnar eftir markalaust jafntefli um helgina gegn Swansea. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðuna hjá þessu fornfræga félagi í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Þar svaraði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, nokkrum spurningum um félagið sem hann hefur fylgst með allt frá árinu 1973.

Dröfn óvænt í EM-hópnum

Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, tilkynnti í dag hvaða sextán leikmenn fara á Evrópumeistaramótið í Serbíu sem hefst í næsta mánuði.

Dóttir Kevin McHale lést eftir erfið veikindi

Alexandra "Sasha“ McHale, dóttir Kevin McHale, þjálfari NBA liðsins Houston Rockets, lést á laugardaginn en hún var aðeins 23 ára gömul. Alexandra var með sjálfsofnæmissjúkdóm sem varð þess valdandi að hún lést. Það er óvíst hvenær Kevin McHale snýr aftur á hliðarlínuna til þess að stýra liði Houston.

Lukkudýr HM 2014 heitir Fuleco

Niðurstaða kosningu í Brasilíu um heiti lukkudýrs HM 2014 liggur nú fyrir. Lukkudýrið mun bera nafnið Fuleco.

Sjá næstu 50 fréttir