Fótbolti

Eiður Smári: Var ekki vítaskytta liðsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári fagnar marki í leik með Cercle Brugge.
Eiður Smári fagnar marki í leik með Cercle Brugge. Nordic Photos / Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen segir að það hafi ekki verið búið að útnefna hann vítaskyttu Cercle Brugge þegar hann skoraði í sínum fyrsta leik með liðinu í belgíska boltanum.

Eiður Smári kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í haust og skoraði skömmu síðar úr vítaspyrnu. Síðan þá hefur hann skorað fjögur mörk til viðbótar fyrir félagið.

„Ég var ekki á lista yfir vítaskyttur liðsins. Ég held að það sé til listi en ég veit ekki hvaða nöfn voru á honum," er haft eftir Eiði Smára í belgískum fjölmiðlum.

„Ég tók upp boltann og hugsaði með mér að þetta væri gott tækifæri til að skora mitt fyrsta mark hér," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×