Enski boltinn

Ár liðið frá fráfalli Speed

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Coleman með foreldrum Gary Speed.
Chris Coleman með foreldrum Gary Speed. Nordic Photos / Getty Images
Í dag er eitt ár liðið síðan að Gary Speed fannst látinn á heimili sínu. Hann var þá landsliðsþjálfari Wales.

Speed átti einnig langan feril sem atvinnumaður í enska boltanum en hann hafði náð frábærum árangri með landslið Wales á stuttum tíma.

Chris Coleman var ráðinn í hans stað og segir að það hafi verið erfitt að koma inn í starfið við þessar aðstæður.

„Ég vildi alltaf fá starfið en ekki við slíkar aðstæður. Ég var því efins þegar mér bauðst starfið því ég vissi að þetta yrði erfitt. Það voru miklar tilfinningar í spilinu," sagði Coleman.

„En ég vildi samt taka við starfinu. Ég vildi vera landsliðsþjálfari minnar þjóðar. Ég er ánægður í þessu starfi en það hefur verið erfitt."

Coleman var stjóri gríska liðsins Larissa þegar að Speed lést. „Ég var að undirbúa mig fyrir leik og klukkutíma áður en hann byrjaði fékk ég SMS-skilaboð frá Lee Clark, stjóra Birmingham, sem er góður vinur minn."

„Ég mun aldrei gleyma tilfinningunni. Ég ætlaði ekki að trúa þessu og skildi ekki ástæðurnar. Ég man ekki eftir leiknum. Ég held að honum hafi lyktað með jafntefli. Ég sat á bekknum og var í sjokki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×