Uppgjör gömlu herbergisfélaganna 28. nóvember 2012 07:00 Alfreð er alltaf líflegur. Stórleikur ársins í þýska handboltanum fer fram í kvöld. Þá tekur topplið deildarinnar, Rhein-Neckar Löwen, á móti Þýskalandsmeisturum Kiel. Löwen er búið að vinna alla leiki sína í deildinni en Kiel hefur gert eitt jafntefli og situr í öðru sæti, aðeins stigi á eftir Löwen. Löwen hefur komið allra liða mest á óvart í vetur með frábærri spilamennsku undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Stærsta próf vetrarins er þó í kvöld er liðið fær að glíma við lærisveina Alfreðs Gíslasonar sem hafa spilað 50 leiki í röð í deildinni án þess að tapa. Það er einstakur árangur. Ef eitthvert lið í Þýskalandi getur stöðvað þetta ótrúlega gengi Kiel þá er það hið sjóðheita lið Löwen sem er þess utan á heimavelli og verður dyggilega stutt af rúmlega 13 þúsund áhorfendum í SAP Arena. Það er löngu uppselt á leikinn og sagði Guðmundur við Fréttablaðið á dögunum að þeir hefðu auðveldlega getað selt hátt í 20 þúsund miða á leikinn. Þjálfarar liðanna, Alfreð og Guðmundur, eru gamlir félagar. Þeir léku lengi vel með landsliðinu á sínum tíma og voru þá herbergisfélagar. Þeir hafa einnig báðir stýrt íslenska landsliðinu. Gríðarleg spenna er í Þýskalandi fyrir uppgjöri gömlu herbergisfélaganna. Tekst Guðmundi að velta Alfreð og félögum af stalli í bili eða fer Kiel eina ferðina enn á toppinn? Landsliðsþjálfari Þýskalands, Martin Heuberger, á ekki von á því að Guðmundi og lærisveinum hans takist að velta Kiel af stalli sínum að þessu sinni. „Kiel er of sterkt lið fyrir Löwen eins og staðan er í dag. Er með sterkara byrjunarlið og meiri breidd á bekknum að auki. Það munar mikið um það," sagði Heuberger en hann spáir því að markverðirnir verði í lykilhlutverki eins og svo oft áður. „Löwen er með besta markvarðapar deildarinnar, Niklas Landin og Goran Stojanovic. Thierry Omeyer hjá Kiel er aftur á móti oftast bestur þegar allt er undir." Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
Stórleikur ársins í þýska handboltanum fer fram í kvöld. Þá tekur topplið deildarinnar, Rhein-Neckar Löwen, á móti Þýskalandsmeisturum Kiel. Löwen er búið að vinna alla leiki sína í deildinni en Kiel hefur gert eitt jafntefli og situr í öðru sæti, aðeins stigi á eftir Löwen. Löwen hefur komið allra liða mest á óvart í vetur með frábærri spilamennsku undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Stærsta próf vetrarins er þó í kvöld er liðið fær að glíma við lærisveina Alfreðs Gíslasonar sem hafa spilað 50 leiki í röð í deildinni án þess að tapa. Það er einstakur árangur. Ef eitthvert lið í Þýskalandi getur stöðvað þetta ótrúlega gengi Kiel þá er það hið sjóðheita lið Löwen sem er þess utan á heimavelli og verður dyggilega stutt af rúmlega 13 þúsund áhorfendum í SAP Arena. Það er löngu uppselt á leikinn og sagði Guðmundur við Fréttablaðið á dögunum að þeir hefðu auðveldlega getað selt hátt í 20 þúsund miða á leikinn. Þjálfarar liðanna, Alfreð og Guðmundur, eru gamlir félagar. Þeir léku lengi vel með landsliðinu á sínum tíma og voru þá herbergisfélagar. Þeir hafa einnig báðir stýrt íslenska landsliðinu. Gríðarleg spenna er í Þýskalandi fyrir uppgjöri gömlu herbergisfélaganna. Tekst Guðmundi að velta Alfreð og félögum af stalli í bili eða fer Kiel eina ferðina enn á toppinn? Landsliðsþjálfari Þýskalands, Martin Heuberger, á ekki von á því að Guðmundi og lærisveinum hans takist að velta Kiel af stalli sínum að þessu sinni. „Kiel er of sterkt lið fyrir Löwen eins og staðan er í dag. Er með sterkara byrjunarlið og meiri breidd á bekknum að auki. Það munar mikið um það," sagði Heuberger en hann spáir því að markverðirnir verði í lykilhlutverki eins og svo oft áður. „Löwen er með besta markvarðapar deildarinnar, Niklas Landin og Goran Stojanovic. Thierry Omeyer hjá Kiel er aftur á móti oftast bestur þegar allt er undir." Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira