Handbolti

Þýski landsliðsfyrirliðinn missir af EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klein í leik með þýska landsliðinu í fyrra.
Klein í leik með þýska landsliðinu í fyrra. Nordic Photos / AFP
Isabell Klein fyrirliði þýska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á EM í Serbíu sem hefst í næstu viku.

Klein meiddist á hendi á landsliðsæfingu í gær en þetta er vitanlega mikið áfall fyrir þýska liðið.

Hún var reyndar nýkomin aftur af stað eftir að hafa slitið krossband í hné í mars síðastliðnum. Klein spilaði sinn fyrsta deildarleik eftir meiðslin fyrir aðeins þremur vikum síðan.

Klein getur bæði spilað sem skytta og hornamaður hægra megin en Þjóðverjar verða einnig án skyttunnar Steffi Melbeck.

Ísland og Þýskaland eru ekki saman í riðli en hittast í milliriðlakeppninni ef liðin komast áfram upp úr sínum riðlum. Ísland hefur leik gegn Svartfjallalandi þann 4. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×