Force India: Öryggisbíllinn var algert djók Birgir Þór Harðarson skrifar 27. nóvember 2012 14:30 Hulkenberg stóð sig vel í síðasta kappakstri ársins í Brasilíu. nordicphotos/afp Bob Fernley, liðstjóri Force India-liðsins í Formúlu 1, sagði að fyrsti öryggisbíllinn í brasilíska kappakstrinum hafi verið "algert grín". Nico Hulkenberg, ökuþór liðsins, var í fyrsta sæti á undan Jenson Button þegar öryggisbíllinn kom út. Hulkenberg og Button voru 48 sekúndum á undan næsta manni í þriðja sæti á hring 22 þegar öryggisbíllinn kom út svo að brautarverðir gætu safnað saman rusli af brautinni. Fernley segir að þetta hefði verið hægt að gera með því að veifa tvöföldum gulum flöggum. "Fyrsti öryggisbíllinn var algert djók," sagði Fernley. "Ég hélt í smá stund að við værum að þykjast vera NASCAR. Við hefðum auðveldlega getað tekið saman ruslið með tvöföldum gulum flöggum." "Við vorum svo langt á undnan öllum ásamt Button. Þegar maður veit hvað það er erfitt, bæði fyrir lið og ökumann, þá var mjög erfitt að sætta sig við öryggisbílinn sem þjappaði hópnum aftur saman." Hulkenberg var samt í forystu eftir að kappaksturinn var endurræstur og hélt forystunni þar til hann gerði mistök á hring 48. Hann klessti svo á Lewis Hamilton á McLaren þegar Hulkenberg reyndi að komast aftur framúr. Fernley var svo mjög óánægður með refsinguna sem Hulkenberg fékk fyrir áreksturinn við Hamilton. "Ég skil þetta eiginlega ekki," sagði Fernley og kennir Heikki Kovalainen um slysið. Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bob Fernley, liðstjóri Force India-liðsins í Formúlu 1, sagði að fyrsti öryggisbíllinn í brasilíska kappakstrinum hafi verið "algert grín". Nico Hulkenberg, ökuþór liðsins, var í fyrsta sæti á undan Jenson Button þegar öryggisbíllinn kom út. Hulkenberg og Button voru 48 sekúndum á undan næsta manni í þriðja sæti á hring 22 þegar öryggisbíllinn kom út svo að brautarverðir gætu safnað saman rusli af brautinni. Fernley segir að þetta hefði verið hægt að gera með því að veifa tvöföldum gulum flöggum. "Fyrsti öryggisbíllinn var algert djók," sagði Fernley. "Ég hélt í smá stund að við værum að þykjast vera NASCAR. Við hefðum auðveldlega getað tekið saman ruslið með tvöföldum gulum flöggum." "Við vorum svo langt á undnan öllum ásamt Button. Þegar maður veit hvað það er erfitt, bæði fyrir lið og ökumann, þá var mjög erfitt að sætta sig við öryggisbílinn sem þjappaði hópnum aftur saman." Hulkenberg var samt í forystu eftir að kappaksturinn var endurræstur og hélt forystunni þar til hann gerði mistök á hring 48. Hann klessti svo á Lewis Hamilton á McLaren þegar Hulkenberg reyndi að komast aftur framúr. Fernley var svo mjög óánægður með refsinguna sem Hulkenberg fékk fyrir áreksturinn við Hamilton. "Ég skil þetta eiginlega ekki," sagði Fernley og kennir Heikki Kovalainen um slysið.
Formúla Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira