Íslenski boltinn

Ásgeir Gunnar hættur hjá FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson.
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson. Mynd/Daníel
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH en þetta kemur fram á Stuðningsmannasíðu félagsins. Ásgeir Gunnar sem verður 32 ára gamall í sumar hefur leikið með FH í áratug og spilað í ýmsum stöðum hjá liðinu.

Ásgeir Gunnar hefur leikið 174 leiki í efstu deild þar af 148 þeirra með FH. Hann lék áður með Stjörnunni. Ásgeir Gunnar er einn af þeim leikmönnum sem hefur tekið þátt í öllum Íslandsmeistaratitlum FH en hann varð fimm sinnum meistari með liðinu frá 2004 til 2009.

Ásgeir Gunnar er ekki fyrsti reynsluboltinn sem yfirgefur FH í vetur. Tommy Nielsen lagði skóna á hilluna eftir tímabilið og Guðmundur Sævarsson hefur einnig farið frá félaginu. Allir þrír hafa unnið sjö stóra titla með FH á undanförnum átta árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×