Íslenski boltinn

Kristinn Freyr til Valsmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson. Mynd/Heimasíða Vals
Kristinn Freyr Sigurðsson, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í dag fjögurra ára samning við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla.

Kristinn Freyr hefur lengst af spilað með Fjölni og spilaði sinn fyrsta deildarleik í meistaraflokki árið 2007, þá á sextánda aldursári. Alls á hann að baki 59 leiki og átta mörk í deild og bikar með Fjölni.

Hann var þó um tíma á mála hjá Stjörnunni árið 2008 en náði ekki að spila með liðinu í deild eða bikar.

Félagaskiptin í Val hafa legið í loftinu en Fótbolti.net greindi frá því í síðasta mánuði að félögin hefðu komist að samkomulagi um kaupverð. Kristinn Freyr var samningsbundinn Fjölni til 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×