Fleiri útboð á döfinni Karl Lúðvíksson skrifar 1. febrúar 2012 09:39 Mynd af www.svfr.is Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. Haukadalsá hefur verið í umsjón erlendra aðila, en svisslendingur nokkur sem hefur verið nokkuð áberandi í leigu á veiðiám hefur haldið veiðiréttinum undanfarna áratugi. Er áin auglýst frá og með árinu 2013 í fjögur ár samtals. Skógá hefur átt undir högg að sækja undanfarin tvö ár sökum eldgosa og öskufalls á Suðurlandi. Hefur lax skilað sér illa og áin verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Óskað er tilboða í veiðiréttinn til allt að tíu ára í senn. Væntanlega er horft til þess að rækta upp ána á nýjan leik, en Skógá er háð gönguseiðasleppingum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði
Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. Haukadalsá hefur verið í umsjón erlendra aðila, en svisslendingur nokkur sem hefur verið nokkuð áberandi í leigu á veiðiám hefur haldið veiðiréttinum undanfarna áratugi. Er áin auglýst frá og með árinu 2013 í fjögur ár samtals. Skógá hefur átt undir högg að sækja undanfarin tvö ár sökum eldgosa og öskufalls á Suðurlandi. Hefur lax skilað sér illa og áin verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Óskað er tilboða í veiðiréttinn til allt að tíu ára í senn. Væntanlega er horft til þess að rækta upp ána á nýjan leik, en Skógá er háð gönguseiðasleppingum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði