Fleiri fréttir

Ingólfur samdi við Lyngby til 2015

Ingólfur Sigurðsson skrifaði í kvöld undir þriggja og hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, staðfesti það í samtali við Vísi.

Cisse á leið í læknisskoðun hjá QPR

Frakkinn Djibril Cisse er sagður á leið í enska boltann á ný en samkvæmt enskum fjölmiðlum er hann á leiðinni til Lundúna þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá QPR.

Hólmfríður: Mikill sorgardagur

"Þetta eru hræðilegar fréttir og er maður í raun orðlaus yfir þessu,“ sagði landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir við Vísi en í dag var ákveðið að blása keppnistímabilið af í Bandaríkjunum.

Kári æfir með ÍA

Kári Ársælsson, varnarmaður og fyrrum leikmaður Breiðabliks, er að æfa með ÍA þessa dagana og spilaði með liðinu gegn Keflavík í Fótbolti.net-mótinu á dögunum.

Tímabilið blásið af í Bandaríkjunum

Þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir munu ekki spila í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu, WPS, í vetur. Tímabilið hefur verið blásið af en það var tilkynnt í dag.

Speed lést mögulega af slysförum

Það er mögulegt að Gary Speed, fyrrum landsliðsþjálfari Wales, hafi látist af slysförum en ekki fyrirfarið sér eins og hingað til hefur verið talið.

Helena með 29 stig á aðeins 21 mínútu

Helena Sverrisdóttir átti mjög flottan leik þegar Good Angels Kosice vann 110-42 sigur á MBK Región Roznava í slóvakísku deildinni um helgina. Good Angels Kosice vann þarna sinn fimmtánda sigur í röð í deildinni og er með fjögurra stiga forskot á MBK Ruzomberok.

Walter Zenga búinn að fá Luca Toni til Dúbæ

Luca Toni, fyrrum framherji ítalska landsliðsins, er hættur hjá Juventus og búinn að semja við Al Nasr frá Dúbæ. Toni lék áður með Genoa, Roma, Bayern München, Fiorentina en gekk til liðs við Juve í byrjun síðasta árs.

Roberto Carlos ætlar að segja þetta gott í lok ársins

Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos hefur nú gefið það út að hann ætli að leggja skóna á hilluna í lok ársins en kappinn hefur undanfarið spilað með rússneska liðinu Anzhi Makhachkala. Roberto Carlos mun þó ekki hætta afskiptum að fótboltanum því hann mun áfram vinna á bak við tjöldin hjá Anzhi.

Gott að mæta Íslandi í lokaundirbúningnum fyrir EM

Það er greinilega gott að mæta íslenska landsliðinu og vinna skömmu fyrir Evrópumót ef marka má þróun mála undanfarin ár. Danir urðu Evrópumeistarar í gær og eru þar með fjórðu Evrópumeistararnir í röð sem hafa mætt íslenska landsliðinu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM.

Gamlar fótboltastjörnur boðnar upp í Indlandi

Indverjar hafa aldrei gert góða hluti í fótboltanum þrátt fyrir gríðarlegan mannfjölda en nú er verið að koma að stað nýrri fótboltadeild í landinu og er ætlunum að rækta með því fótboltáhuga landsmanna.

Danir taka á móti Evrópumeisturunum í beinni á Fjölvarpinu

Danska handboltalandsliðið varð í gær Evrópumeistari í handbolta eftir 21-19 sigur á Serbum í úrslitaleik á EM í handbolta í Serbíu. Danir áttu að mati flestra ekki mikla möguleika þegar þeir mættu stigalausir inn í milliriðilinn en þeir unnu fimm síðustu leiki sína á mótinu og fögnuðu sigri eins og í alvöru H.C. Andersen ævintýri.

Tuttugu ára Belgi í læknisskoðun hjá Chelsea

Chelsea vonast til að ganga frá kaupum á belgíska miðjumanninum Kevin de Bruyne frá Genk sem fyrst en leikmaðurinn fer í læknisskoðun á Stamford Bridge í dag. De Bruyne heillaði Andre Villas-Boas, stjóra Chelsea, þegar enska liðið mætti Genk í Meistaradeildinni fyrr í vetur.

Ármann tapar leiknum 20-0 | Þarf að greiða sekt og allan kostnað

Ármenningar mættu ekki í leik á móti KFÍ í 1. deild karla í körfubolta í gær og voru heimamenn mjög ósáttir með það. Ármenningar vissu fyrir leikinn á móti KFÍ að KKÍ myndi ekki fresta leiknum sem og að þeir myndu tapa honum 20-0 og þurfa greiða sekt og allan kostnað ef þeir mættu ekki til leiks.

Andy Carroll: Ég elska að vera hjá Liverpool

Andy Carroll, framherji Liverpool, segist vera ánægður hjá félaginu og að hann hafi engan áhuga á því að yfirgefa Anfield þrátt fyrir brösuga byrjun. Carroll átti þátt í báðum mörkum Liverpool í 2-1 bikarsigri á Manchester United um helgina.

Dóra María fékk góðar móttökur við komuna til Brasilíu

Vel var tekið á móti Dóru Maríu Lárusdóttur, landsliðskona í knattspyrnu, við komuna til Brasilíu á föstudagskvöld. Forráðamenn Vitora hafa verið duglegir að kynna Dóru Maríu fyrir brasilískri menningu ef marka má myndasyrpu á vef félagsins.

NBA: Miami vann Chicago | Sjaldgæfur útisigur hjá Lakers

Miami Heat vann sigur á Chicago Bulls í toppslagnum í austrinu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, Boston Celtics tapaði fyrir Cleveland á heimavelli og Los Angeles Lakers vann sjaldagæfan sigur á útivelli.

Ármann mætti ekki til leiks - Ísfirðingar ósáttir

Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur.

Eigum mann í sérflokki fjórða mótið í röð

Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalsliðið á Evrópumótinu í Serbíu í gær en enginn spilaði betur í mótinu af vinstri hornamönnum að mati sérfræðinga evrópska sambandsins. Þetta er fjórða stórmót íslenska landsliðsins í röð þar sem Ísland á fulltrúa í úrvalsliði og alls hafa sex íslenskir leikmenn þótt skara framúr á þessum fjórum mótum.

Ekkert gengur hjá Lakers á útivelli

Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum.

Everton býður í Jelavic

David Moyes knattspyrnustjóri Everton vonast enn eftir því að geta keypt framherja áður en leikmannaskiptaglugganum verður lokað á þriðjudagskvöld og hefur hann gert tilboð í króatíska markaskorarann Nikica Jelavic hjá Glasgow Rangers.

Milan heldur sínu striki

AC Milan sigraði Cagliari 3-0 í 20. umferð ítölsku A-deildarinnar í kvöld og er því enn stigi á eftir Juvetnus á toppi deildarinnar.

Inter lá gegn Lecce - Klose með tvö fyrir Lazio

Botnlið Lecce vann óvæntan 1-0 sigur á Inter í ítalska boltanum í dag. Þá skoraði Miroslav Klose tvö fyrir Lazio í sigri á Chievo sem nýtti sér tap Inter og skaust upp fyrir þá í 4. sæti deildarinnar.

KR sigur í markaveislu - sjáið mörkin

KR vann fyrsta sigur sinn í A-riðli Reykjavíkurmótsins í kvöld þegar liðið lagði Leikni 6-3 í miklum markaleik þar sem staðan var jöfn í hálfleik 3-3.

Birkir hafði betur gegn Arnari Þór

Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður í 1-0 útisigri Standard Liege á Cercle Brugge í efstu deild belgísku knattspyrnunnar í dag.

Brynjar með sjö stig í tapleik

Brynjar Björnsson og félagar í Jämtland Basket töpuðu þriðja leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Uppsala Basket 85-81 í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Jämtland er í níunda sæti deildarinnar og minnka líkurnar á á liðið nái í úrslitakeppninna með hverju tapinu.

Ulrik Wilbek búinn að vinna ellefu verðlaun á stórmótum

Ulrik Wilbek, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Dana, er ótrúlega sigursæll þjálfari og var ekki að vinna verðlaun á stórmóti í fyrsta sinn í dag þegar Danir unnu 21-19 sigur á Serbum í úrslitaleiknum á EM í handbolta í Serbíu.

Fjórtán ára sigurvegari á atvinnumannamóti

Lydia Ko fjórtán ára gömul stúlka frá Nýja-Sjálandi varð í dag yngsti kylfingurinn til að sigra atvinnumannamót í golfi þegar hún sigraði New South Wales Open kvenngolfmótið á áströlsku mótaröðinni.

Danir fögnuðu vel í leikslok - myndir

Danir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn áðan með því að vinna 21-19 sigur á Serbum í úrslitaleiknum á EM í Serbíu. Danir voru með frumkvæðið allan tímann og kórónuðu frábæra endurkomu sína í mótinu.

Sigur Dana frábærar fréttir fyrir Íslendinga

Danir urðu rétt í þessu Evróumeistarar í handknattleik eftir 21-19 sigur á Serbum. Úrslitin þýða að Ísland fær mun þægilegri riðil í undankeppni Ólympíuleikanna í London 2012.

Jafnt í miðlandsslagnum

Sunderland og Middlesbrough þurfa að mætast aftur í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar eftir að liðin skildu jöfn 1-1 í fjörugum nágranaslag þar sem b-deildarlið Middlesbrough var 1-0 yfir í hálfleik.

Króatar tóku bronsið

Króatía sigraði Spán 31-27 í leiknum um bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í handbolta í dag. Króatara lögðu grunninn að sigrinum með góðri byrjun bæði í fyrri og seinni hálfleik en Króatía var einu marki yfir í hálfleik 13-12.

Sigur hjá Jóni Arnóri en tap hjá Hauki

Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig fyrir Zaragoza sem sigraði Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Haukur Helgi Pálsson og félagar í Manresa töpuðu fyrir Joventut 92-79.

Rock hafði betur gegn Tiger

Tiltölulega lítt þekktur kylfingur Robert Rock gerði sér lítið fyrir og sigraði Abu Dhabi HSBC golfmótið á evrópskumótaröðinni í golfi og stóðst pressuna á að vera með Tiger Woods í lokahollinu.

Guðjón Valur valinn í úrvalslið EM

Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalslið Evrópumeistaramótsins í handbolta sem lýkur í dag. Momir Ilic stórskytta Serbíu og leikmaður Kiel var valinn besti leikmaður mótsins.

Danmörk Evrópumeistari í annað sinn

Danmörk varð í dag Evrópumeistari í handbolta í annað sinn eftir 21-19 sigur á heimamönnum Serbíu í leik þar sem markverðir liðanna og varnir stálu senunni.

Sjá næstu 50 fréttir