Fótbolti

Birkir hafði betur gegn Arnari Þór

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir tekur sig vel út í búningi Standard.
Birkir tekur sig vel út í búningi Standard. Nordic Photos / Getty Images
Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður í 1-0 útisigri Standard Liege á Cercle Brugge í efstu deild belgísku knattspyrnunnar í dag.

Standard komst með sigrinum upp að hlið Club Brugge í 3.-4. sæti deildarinnar. Brugge hefur þó betri markatölu

Arnar Þór Viðarsson spilaði allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Brugge sem er í 7. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×