Handbolti

Gott að mæta Íslandi í lokaundirbúningnum fyrir EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hinn íslenskættaði Hans Lindberg varð Evrópumeistari í annað skiptið.
Hinn íslenskættaði Hans Lindberg varð Evrópumeistari í annað skiptið. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það er greinilega gott að mæta íslenska landsliðinu og vinna skömmu fyrir Evrópumót ef marka má þróun mála undanfarin ár. Danir urðu Evrópumeistarar í gær og eru þar með fjórðu Evrópumeistararnir í röð sem hafa mætt íslenska landsliðinu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM.

Danir unnu 31-27 sigur á Íslandi í úrslitaleik æfingamótsins í Danmörku í byrjun janúar en tveimur árum áður tapaði íslenska landsliðið 25-35 fyrir verðandi Evrópumeisturum Frakka í úrslitaleik á æfingamóti í París.

Íslensku strákarnir töpuðu með einu marki á móti Dönum, 36-37, á æfingamóti í Danmörku fyrir EM 2008 en Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar í fyrsta sinn.

Frakkar komu í heimsókn til Íslands og léku tvo leiki skömmu fyrir EM í Sviss 2006. Frakkar unnu báða leikina, 31-27 og 36-30, og fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar.

Síðustu Evrópumeistarar sem unnu ekki Ísland í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið voru Þjóðverjar sem unnu EM 2004 í Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×