Íslenski boltinn

Kári æfir með ÍA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári í leik með Breiðabliki.
Kári í leik með Breiðabliki. Mynd/Pjetur
Kári Ársælsson, varnarmaður og fyrrum leikmaður Breiðabliks, er að æfa með ÍA þessa dagana og spilaði með liðinu gegn Keflavík í Fótbolti.net-mótinu á dögunum.

Kári er nú að leita sér að nýju liði eftir að ljóst varð að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við Breiðablik. Hann æfði með Fylki fyrir áramót en samdi ekki við liðið.

Hann varð bikarmeistari með Breiðabliki árið 2009 og svo Íslandsmeistari ári síðar. ÍA mun leika sem nýliði í Pepsi-deild karla á næsta ári og hefur styrkt sig með nokkrum leikmönnum, til að mynda Ármanni Smára Björnssyni sem lék við hlið Kára í vörn ÍA í leiknum gegn Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×