Fótbolti

Jafnt í miðlandsslagnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND:NORDIC PHOTOS/AFP
Sunderland og Middlesbrough þurfa að mætast aftur í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar eftir að liðin skildu jöfn 1-1 í fjörugum nágranaslag þar sem b-deildarlið Middlesbrough var 1-0 yfir í hálfleik.

Barry Robson kom Middlesbrough yfir á 16. mínútu með góðu skoti úr teignum. Fraizer Campbell jafnaði metin eftir kortersleik í seinni hálfleik eftir laglega skyndisókn.

Bæði lið fengu fjölda færa til að skora fleiri mörk í leiknum án árangurs og því þurfa liðin að mætast aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×