Fótbolti

Everton býður í Jelavic

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jelavic að fagna einu marka sinna fyrir Rangers.
Jelavic að fagna einu marka sinna fyrir Rangers. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
David Moyes knattspyrnustjóri Everton vonast enn eftir því að geta keypt framherja áður en leikmannaskiptaglugganum verður lokað á þriðjudagskvöld og hefur hann gert tilboð í króatíska markaskorarann Nikica Jelavic hjá Glasgow Rangers.

Jelavic lék ekki í 4-0 sigri Rangers á Hibernian um helgina sem jók enn á þær sögusagnir að Jelavic sé á leið frá Rangers en Króatinn kom til liðsins í ágúst 2010 frá Rapid Vín.

Jelavic skoraði 19 mörk fyrir Rangers í 27 leikjum á síðasta tímabili og hefur skorað 16 mörk í 26 leikjum það sem af er þessu tímabili en hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Queens Park Rangers en Ally McCoist stjóri Rangers vill halda framherja sínum.

Nú á aðeins eftir að koma á daginn hvort Rangers taki tilboði Everton eða hvort annað lið bjóði í hann á síðustu stundu en það verður að teljast æði líklegt að hann leiki í ensku úrvalsdeildinni að leikmannaskiptaglugganum lokuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×