Íslenski boltinn

Ingólfur samdi við Lyngby til 2015

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson skrifaði í kvöld undir þriggja og hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, staðfesti það í samtali við Vísi.

Ingólfur æfði með liðinu nú fyrr í mánuðinum en meiddist reyndar strax á þriðju æfingu og náði því ekki að taka þátt í æfingaleik eins og áætlað var.

En forráðamenn Lyngby voru engu að síður ánægðir með það sem þeir sáu og var ákveðið að bjóða honum samning. „Þetta er klúbbur sem er þekktur fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri og ég tel að þetta sé gott skref fyrir Ingólf," sagði Ólafur.

Ingólfur er nítján ára gamall en lék sinn fyrsta leik í efstu deild með KR árið 2009. Þá skoraði hann í fyrsta leik. Í sumar gekk hann til liðs við Val og spilaði alls fjórtán leiki með félaginu í deild og bikar.

Þá hefur hann einnig verið á mála hjá Heerenveen í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×