Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2025 21:32 Frábært ár varð enn betra hjá íslenska spretthlauparnum Eir Chang Hlésdóttur. ÍSÍ Íslenski spretthlauparinn Eir Chang Hlésdóttir hefur átt frábært ár þar sen hún hefur slegið Íslandsmet og unnið Norðurlandameistaratitil. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að veita henni norrænan styrk fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk. Umræddur norræni styrkur er fjármagnaður er af Lars Weinaa Foundation í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi styrkur er veittur en hann er ætlaður fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk á Norðurlöndunum. Ólympíunefndir Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Danmerkur hlutu styrkveitingu fyrir einn íþróttamann hvert, en um er að ræða samstarfsverkefni þessara aðila til næstu ára. Tæplega 2,4 milljónir Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að hljóta styrk úr sjóðnum. Íþróttafólk þarf að vera á aldrinum 16 til 21 árs, efnilegt í sinni íþrótt og vera góð fyrirmynd innan sem utan vallar. ÍSÍ tilnefndi Eir Chang til þessa styrks og hlýtur hún sextán þúsund evru styrk eða sem nemur tæplega 2,4 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Er styrkurinn meðal annars hugsaður til að koma til móts við kostnað hennar vegna æfinga og keppni og mun Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) koma að umsýslu og aðstoða hana í hennar framþróun. Sjöunda á EM og Norðurlandameistari Eir er enn bara aðeins sautján ára og byrjaði að æfa frjálsíþróttir árið 2021. Í fyrra náði hún lágmörkum til að keppa á Norðurlandamóti U20, Evrópumeistaramóti U18 og heimsmeistaramóti U18. Á Evrópumeistaramóti U18 komst Eir í undanúrslit 400 metra hlaupsins og vann svo gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Norðurlandamóti U20 í júlí síðastliðnum. Eir hefur sýnt miklar framfarir síðasta árið og bætti hún meðal annars 21 árs gamalt Íslandsmet fullorðinna í 200 metra hlaupi kvenna innanhúss í febrúar. Þá náði hún frábærum árangri á Evrópumeistaramóti U20 ára fyrr í þessum mánuði þegar hún hafnaði í 7. sæti í 200 metra spretthlaupi. Markmiðið með þessum stuðningi er að létta undir með ungu og efnilegu íþróttafólki, gera því kleift að æfa af kappi og taka næstu skref á íþróttaferlinum. Unnið er að því að móta regluverk í kringum þennan nýja styrk og vorið 2026 verður auglýst eftir umsóknum frá sérsamböndum ÍSÍ. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Umræddur norræni styrkur er fjármagnaður er af Lars Weinaa Foundation í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi styrkur er veittur en hann er ætlaður fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk á Norðurlöndunum. Ólympíunefndir Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Danmerkur hlutu styrkveitingu fyrir einn íþróttamann hvert, en um er að ræða samstarfsverkefni þessara aðila til næstu ára. Tæplega 2,4 milljónir Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að hljóta styrk úr sjóðnum. Íþróttafólk þarf að vera á aldrinum 16 til 21 árs, efnilegt í sinni íþrótt og vera góð fyrirmynd innan sem utan vallar. ÍSÍ tilnefndi Eir Chang til þessa styrks og hlýtur hún sextán þúsund evru styrk eða sem nemur tæplega 2,4 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Er styrkurinn meðal annars hugsaður til að koma til móts við kostnað hennar vegna æfinga og keppni og mun Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) koma að umsýslu og aðstoða hana í hennar framþróun. Sjöunda á EM og Norðurlandameistari Eir er enn bara aðeins sautján ára og byrjaði að æfa frjálsíþróttir árið 2021. Í fyrra náði hún lágmörkum til að keppa á Norðurlandamóti U20, Evrópumeistaramóti U18 og heimsmeistaramóti U18. Á Evrópumeistaramóti U18 komst Eir í undanúrslit 400 metra hlaupsins og vann svo gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Norðurlandamóti U20 í júlí síðastliðnum. Eir hefur sýnt miklar framfarir síðasta árið og bætti hún meðal annars 21 árs gamalt Íslandsmet fullorðinna í 200 metra hlaupi kvenna innanhúss í febrúar. Þá náði hún frábærum árangri á Evrópumeistaramóti U20 ára fyrr í þessum mánuði þegar hún hafnaði í 7. sæti í 200 metra spretthlaupi. Markmiðið með þessum stuðningi er að létta undir með ungu og efnilegu íþróttafólki, gera því kleift að æfa af kappi og taka næstu skref á íþróttaferlinum. Unnið er að því að móta regluverk í kringum þennan nýja styrk og vorið 2026 verður auglýst eftir umsóknum frá sérsamböndum ÍSÍ. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira