Fleiri fréttir

Íslendingar treysta á Dani gegn Serbum

Líklega munu flestir Íslendingar styðja frændur sína Dani í úrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í dag. Ríkari ástæða er til þess nú en alla jafna því sigur Dana eykur líkur Íslands á sæti á Ólympíuleikunum í London til muna.

Leitað að stuðningsmanni sem líkti eftir apa á Anfield

Lögreglan í Liverpool leitar manns sem sýndi kynþáttafordóma á viðureign Liverpool og Manchester United á Anfield í gær. Á ljósmynd, sem farið hefur eins og eldur í sinu um netheima, virðist áhorfandinn líkja eftir apa.

Ótrúlegur sigur Arsenal

Arsenal sló Aston Villa út úr ensku bikarkeppninni með 3-2 sigri á heimavelli sínum í dag. Aston Villa komst í 2-0 en Arsenal sýndi mikinn karakter, skoraði þrjú mörk á sjö mínútum og tryggði sér sigur.

Barcelona skrikaði fótur - forysta Real sjö stig

Barcelona tókst ekki að skora í heimsókn sinni á El Madrigal í kvöld. Niðurstaðan markalaust jafntefli og Barcelona er nú sjö stigum á eftir Real Madrid í baráttunni um meistaratitilinn á Spáni.

Skelfileg mistök hjá varamarkverði Newcastle

Ole Soderberg, markvörður varaliðs Newcastle, vill líklega sem fyrst gleyma 6-0 tapinu gegn Manchester United á fimmtudagskvöld. Auk þess að þurfa að heimta knöttinn sex sinnum úr marki sínu gerði hann skelfileg mistök þegar heimamenn komust í 2-0.

Keflavík lagði Hauka - Valur, Hamar og Njarðvík með sigra

Keflavík heldur fjögurra stiga forskoti á toppi Iceland Express-deildar kvenna í körfuknattleik eftir 78-75 heimasigur á Haukum. Valskonur unnu óvæntan sigur á KR, Hamar lagði Fjölni og Njarðvík vann útisigur á Snæfell.

Bolton, Norwich og Stoke komin áfram í bikarnum

Ensku úrvalsdeildarliðin Bolton, Norwich og Stoke eru komin áfram í 5. umferð enska bikarsins í knattspyrnu eftir sigra á andstæðingum sínum í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea eru hins vegar úr leik.

Sigurður Ragnar: Getum ekki sett öll eggin í sömu körfuna

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu.

Ferguson: Við vorum betri og áttum þetta ekki skilið

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchster United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Liverpool á Anfield í dag. Hann sagðist ekki skilja hvernig liðið hefði farið að því að tapa.

Sesum fékk pílu í augað - gæti misst sjónina

Handknattleiksmaðurinn Zarko Sesum fékk pílu í augað þegar hann gekk af velli að loknum sigri Serba á Króötum í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik í gær. Talið er líklegt að hann missi sjón á auganu. AFP-fréttastofan greinir frá þessu.

Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands

Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net.

Leik lokið: Valur - Stjarnan 24-15 | Valskonur aftur á toppinn

Valskonur náðu aftur toppsætinu í N1 deild kvenna eftir öruggan níu marka sigur á Stjörnunni, 24-15, í Vodafone höllinni í dag. Stjarnan hékk í Valsliðinu í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu Stjörnukonur engan möguleika. Valur er þar með tveggja stiga forskot á Fram en Framliðið á leik inni á móti HK á þriðjudagskvöldið.

Gabon í átta liða úrslit eftir ótrúlegan sigur

Gestgjafarnir frá Gabon tryggðu sér í gær sæti í átta liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu með mögnuðu 3-2 sigri á Marokkó. Sigurmarkið kom beint úr aukaspyrnu á fimmtu mínútu í viðbótartíma.

Leikmenn QPR og Chelsea tókust ekki í hendur

Nú stendur yfir viðureign QPR og Chelsea í 4. umferð enska bikarsins í knattspyrnu. Leikmenn liðanna heilsuðust ekki fyrir leikinn líkt og tíðkast og hefur enska knattspyrnusambandið sent frá sér yfirlýsingu þess vegna.

Fæstir að hugsa um fótboltann

Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool.

Allra augu beinast að þessum leik

Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag.

Leikurinn sem allir óttast

Andrúmsloftið er spennuþrungið fyrir stórleik Liverpool og Manchester United í enska bikarnum, sem fram fer í dag, vegna atburða síðustu mánaða. Kjartan Guðmundsson velti fyrir sér viðureigninni sem margir hræðast að gæti endað í vitleysu – leysist upp í

Brighton sló út Newcastle

B-deildarlið Brighton Hove & Albion gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Newcastle út í enska bikarnum í knattspyrnu í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark Mike Williamson, varnarmanns Newcastle.

Kuyt tryggði Liverpool sigur á United

Varamaðurinn Dirk Kuyt var hetja Liverpool á Anfield í dag þegar liðið lagði Manchester United 2-1 í 4. umferð enska bikarsins. Hollendingurinn skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Mata með eina markið í sigri Chelsea á QPR

Chelsea er komið í 5. umferð enska bikarsins í knattspyrnu eftir 1-0 útisigur á QPR á Loftus Road í Lundúnum. Juan Mata skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik úr vítaspyrnu.

Rekinn út úr húsi eftir eina flottustu troðslu ársins

Þær finnast varla flottari troðslurnar í körfuboltanum en sú sem Markel Brown náði í leik Oklahoma State og Missouri í bandaríska háskólakörfuboltanum í vikunni. Stærsta fréttin var þó sú að þetta var það síðasta sem strákurinn fékk að gera í leiknum.

Wilshere finnur enn til í ökklanum

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur ekkert spilað með liði sínu á tímabilinu vegna meiðsla og það lítur út fyrir að leikmaðurinn þurfi nú að bíða enn lengur eftir að komast aftur inn á völlinn.

Landon Donovan lagði upp bæði mörkin í bikarsigri Everton

Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan lagði upp bæði mörk Everton í 2-1 sigri á Fulham í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar en leikið var á Goodison Park í kvöld. Everton er því komið í sextán liða úrslitin en fyrr í kvöld tryggði Tottenham-liðið sér sæti í fimmtu umferðinni eftir 1-0 útisigur á Watford.

Van der Vaart skaut Tottenham áfram í enska bikarnum

Tottenham varð í kvöld fyrsta liðið til þess að komast í sextán liða úrslit enska bikarsins eftir 1-0 útisigur á b-deildarliðnu Watford á Vicarage Road. Hollendingurinn Rafael van der Vaart skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks.

Serbar unnu grannaslaginn og leika til úrslita

Öskubuskuævintýri Serbíu heldur áfram á Evrópumeistaramótinu þar í landi en liðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik mótsins með sigri á Króötum í undanúrslitum, 26-22.

Grindvíkingar áfram á sigurbraut | Páll Axel með á ný

Grindvíkingar gefa ekkert eftir í Iceland Express deild karla í körfubolta og eru áfram með sex stiga forskot á toppnum eftir 34 stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 107-73. Grindavíkurliðið hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og alls tólf af þrettán deildarleikjum sínum í vetur.

Jovan með Stjörnunni á ný í léttum sigri á Val | Skoraði 13 stig

Jovan Zdravevski lék sinn fyrsta leik síðan í október þegar Stjarnan vann auðveldan 25 stiga sigur á botnliði Vals, 96-71, í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Stjörnumenn komust upp í annað sætið með þessum sigri en Valsmenn hafa hinsvegar tapað öllum þrettán leikjum sínum í vetur.

Xavi: Leikmenn Real Madrid kunna ekki að tapa

Xavi Hernandez, miðjumaður Barcelona, talaði illa um leikmenn Real Madrid í nýjum myndbroti sem var tekið upp af Barca TV þegar Xavi hélt að hann væri ekki í mynd. El Mundo birti myndbandið á heimasíðu sinni.

Sundsvall henti frá sér sigrinum í lokin | Fjögur töp í röð

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 28 stig í kvöld en það dugði ekki Sundsvall Dragons sem tapaði sínum fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Sundsvall henti frá sér sigrinum í lokin og tapaði með einu stigi, 96-97, á móti Norrköping Dolphins á útivelli.

Roy Carroll kominn til Olympiakos

Norður-írski markvörðurinn Roy Carroll er kominn í gríska boltann en hann hefur gert átján mánaða samning við Olympiakos.

Balic: Ég hefði frekar vilja mæta Dönum

Ivano Balic, leikstjórnandi Króata, verður í sviðsljósinu þegar Króatar mæta Serbum á eftir í seinni undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Það er búist við blóðugri baráttu inn á vellinum og gríðarlega öryggisgæsla á að sjá til þess að fólk haldi friðinn á pöllunum.

Umboðsmaður Tevez: Carlos verður hjá Manchester City fram á sumar

Carlos Tevez er ekkert á förum frá Manchester City í janúarglugganum ef marka má nýtt viðtal við umboðsmanninn hans Kia Joorabchian. City hefur verið í viðræðum við Inter Milan, AC Milan og Paris St Germain en ekkert þeirra er tilbúið að borga þær 25 milljónir punda sem ensku bikarmeistararnir vilja fá fyrir Argentínumanninn.

Danir komnir í úrslitaleikinn á EM - unnu Spánverja 25-24

Danir eru komnir í úrslitaleik á öðru stórmótinu í röð eftir eins marks sigur á Spánverjum, 25-24, í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Danir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð í fyrra en mæta annaðhvort Serbum eða Króötum í úrslitleiknum á sunnudaginn.

Makedónía tryggði sér fimmta sætið og sæti í ÓL-umspilinu

Makedóníumenn tryggðu sér fimmta sæti á EM í handbolta í Serbíu með því að vinna eins marka sigur á Slóvenum, 28-27, í leiknum um 5. sætið á mótinu. Sætið gefur Makedóníu líka sæti í umspili Ólympíuleikanna í vor en Slóvenar gætu einnig komist þangað verði Serbar Evrópumeistarar á sunnudaginn.

Lazarov búinn að bæta met Ólafs

Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov hefur nú bætt met Ólafs Stefánssonar en hann er þegar kominn með sex mörk í leik sinna manna gegn Slóveníu sem nú stendur yfir á EM í handbolta.

Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr

Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári.

Sjá næstu 50 fréttir