Enski boltinn

Fer olnbogaskot Van Persie inn á borð aganefndar? | McLeish reiður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie sækir boltann í markið eftir fyrra markið sitt.
Robin van Persie sækir boltann í markið eftir fyrra markið sitt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alex McLeish, stjóri Aston Villa, heimtaði það eftir bikartapið á móti Arsenal í gær að aganefnd enska knattspyrnusambandsins myndi skoða olnbogaskot Hollendingsins Robin van Persie.

Robin van Persie skoraði tvö mörk fyrir Arsenal í leiknum en liðið vann 3-2 sigur eftir að hafa lent 0-2 undir. Bæði mörk Van Persie komu úr vítaspyrnum.

McLeish vakti athygli á olnbogaskoti Robin van Persie þegar hann fór upp í skallaeinvígi við Carlos Cuellar, varnarmann Aston Villa, á 64. mínútu leiksins. Van Persie hafði skorað sigurmarkið þremur mínútum áður.

„Þetta var greinilegur olnbogi og já ég vill að enska sambandið skoði þetta. Skoðið bara nefið mitt, svona varð það eftir alla olnbogana sem ég mátti þola á mínum ferli. Þetta er mjög hættulegt," sagði Alex McLeish.

Ef að Mike Jones, dómari leiksins, sá þetta atvik og ákvað að gera ekkert þá getur aganefndin ekkert aðhafst í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×